• Kynntu þér gjafakort Tertugallerísins - til að styrkja og gleðja

  • Fáðu fallegar og góðar tertur í steypiboðið

  • Skoðaðu nýja hringlaga 20 manna afmælistertu

  • Fáðu flottar nammitertur í barnaafmælið

  • Gerðu ferminguna eftirminnilegri með glæsilegri tertu


Erfidrykkja, hinsta kveðja

Það að sjá um útför og hinstu kveðju er yfirleitt flókið og annasamt ferli. Erfidrykkja er alla jafna liður í því og hana viljum við hafa viðeigandi og til sóma. Tertugalleríð býður bakkelsi sem tilvalið er í erfidrykkjuna.


Smelltu og kynntu þér bakkelsi í erfidrykkju

Fyrsti vetrardagur

Senn gengur vetur í garð. Það tekur að snjóa og hverskyns kynjamyndir verða til og nýtt landslag setur mark sitt á landið – land snjóa og skafla. Njóttu þess sem veturinn býður upp með bakkelsi frá Tertugallerí.


Skoðaðu bakkelsi fyrir vetrarfagnaðinn

Steypiboð

Steypiboð er íslenska orðið á því sem á ensku er gjarnan kallað Baby Shower. Þar fagna vinkonur verðandi móður eða nýorðinni móður og ausa gjöfum og góðum ráðum yfir móður og barn.


Skoðaðu hvað er í boði fyrir Steypiboðið

Nýlegar greinar

Komdu öllum á óvart - Bollakökurnar með mynd Nú eru skólarnir komnir á fullt og allir á fleygiferð. Flestir eru uppteknir á þessum tíma ársins en vilja nýta hann til fullnustu, hvort sem það er að nota þennan litla frítíma með barninu á morgnanna, í hádegishléinu með félögunum eða í kvöldmatnum með allri fjölskyldunni.
Tertugallerí - ekki bara tertur! Við hjá Tertugallerí erum heltekin af tertum – eins og sést í nafni okkar. En við erum yfir okkur hrifin af allskonar bakstri og bakkelsi. Það sést best á því að úrvalið hjá okkur er ekki bara tertur, nei síður en svo. Skoðaðu þig um á síðunni okkar og sjáðu allt það gómsæta bakkelsi sem við bjóðum upp á.
Fáðu þér brúðartertu á brúðkaupsafmælinu!
Brúðkaup eru vinsælt umfjöllunarefni hjá okkur hér í Tertugalleríinu enda úrval okkar af brúðartertum frábært. Þegar haldið er upp á stóra viðburði í lífinu, líkt og brúðkaup, er tilvalið að fylgja því eftir og halda einnig uppá brúðkaupsafmælið en þau hafa hvert sitt nafn fyrstu 15 árin og svo á fimm ára fresti.
Haltu steypiboð með veitingum frá Tertugallerí Steypiboð njóta sífellt meiri vinsælda á Íslandi. Það er ekki að ósekju því fátt er yndislegra en að taka á móti nýjum einstaklingum í heiminn og fátt skemmtilegra en að fagna með tilvonandi móður. Erlendis eru steypiboðin yfirleitt haldin til heiðurs tilvonandi móður og koma henni á óvart. Hér á landi er allur gangur á því hvort móðirin heldur boðið sjálf eða hvort vinkonur hennar halda henni boðið. Hvort heldur sem er er boðið ætíð skemmtilegt og enda tilefnið ærið og gleðilegt. Tertugallerí býður upp á frábærar veitingar sem henta frábærlega í steypiboðin.