• Kynntu þér gjafakort Tertugallerísins - til að styrkja og gleðja

  • Fáðu fallegar og góðar tertur í steypiboðið

  • Skoðaðu nýja hringlaga 20 manna afmælistertu

  • Fáðu flottar nammitertur í barnaafmælið

  • Gerðu ferminguna eftirminnilegri með glæsilegri tertu

Bóndinn gladdur á bóndadegi

Fyrsti dagur Þorra er bóndadagurinn. Þá er til siðs að konur geri vel við manninn sinn með blómum. Ekki spillir að bjóða upp á gott bakkelsi enda ekki víst að allir séu hrifnir af þorramatnum.

Skoðaðu hugmyndir fyrir bóndadaginn

Sjáðu brúðarterturnar

Það er varla til mikilvægari terta en brúðkaupstertan. Brúðkaupsdagurinn er skipulagður marga mánuði fram í tímann og allir lausir endar hnýttir því allt þarf að vera á sínum stað.

Skoðaðu hvað er í boði fyrir brúðkaupið

Einfaldu afmælishaldið

Hjá Tertugalleríinu færðu afmælistertur af öllum stærðum og gerðum, með eða án myndar og texta o.s.frv. Skoðaðu úrvalið og láttu Tertugalleríið auvelda þér að halda uppá afmælið. Það getur marg borgað sig.


Smelltu og skoðaðu afmælistertur í miklu úrvali

Nýlegar greinar

Gerðu janúar auðveldari
Mörgum þykir janúar langur og erfiður mánuður, enda jólin yfirstaðin og margir hafa tekið niður jólaljósin svo einhvern veginn virðist allt mun dekkra yfir. En við getum huggað okkur við að daginn er tekið að lengja, eitt lítið hænuskref á dag og við getum alltaf gert okkur dagamun þó ekki sé hátíðisdagur.
Þrettándinn nálgast
Nú fer að verða lítið eftir af jólunum og tækifærunum sem gefst til að gera sér dagamun af tilefni jólanna fækkar. Þó er þrettándinn enn eftir og enn halda margir í þá góðu hefð að gera vel við sig þann dag. Okkur hjá Tertugallerí finnst það góð hugmynd og hvetjum þig til að panta þér gómsæta tertu og bjóða vinum og ættingjum í kaffi.
Kransakaka á áramótaborðið þitt
Það er fátt hátíðlegra á áramótaborðinu en glæsileg kaka. Við hjá Tertugallerí bendum sérstaklega á þessa glæsilegu 15 manna kransaköku sem er óvenju hátíðleg og setur sérstakan og skemmtilegan svip á hátíðarborðið.
Jólakveðja
Við hjá Tertugalleríinu óskum landsmönnum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og þökkum fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða.