Fréttir — marsipanterta

Afmælisveisla Bjargey&Co

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Bjargey&Co hélt upp á afmælið sitt nú á dögunum og deildi æðislegri færslu um veitingar afmælisins. Bjargey bauð upp á dásamlegu kransakörfuna ásamt kransablómum, snittum og marsípantertu. Hér getur þú skoðað færsluna hennar Bjargeyjar! Skreytta kransakarfan er dásamlega sjö hringja ljúffeng kransakaka með óhefðbundnu lagi og flottri skreytingu. Bjargey bauð einnig upp á kransablóm með jarðaberjum og súkkulaði en kransablómin eru einstaklega falleg og tilvalin með kransakökunni eða bara ein og sér. Nú á dögunum kynntum við nýjung í Tertugalleríinu en það eru Litlir kransabitar sem þú einfaldlega verður að smakka. Skoðaðu allar kransakökurnar og blómin okkar hér! Heillaðu gestina...

Lestu meira →

Stundum þarf ekkert tilefni!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu vitum að ein besta leiðin til að fagna er að bjóða upp á glæsilega tertu og aðrar kaffiveitingar. Hvort sem er skírn, brúðkaup eða afmæli eigum við tertuna sem hæfir tilefninu. En það er þó ekki þannig að alltaf þurfi stórt tilefni til að fá sér gómsæta Tertugallerís tertu. Búðu til þitt eigið tilefni og láttu eftir þér að bragða á ljúffengri köku.

Lestu meira →

Útskriftir nálgast

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú sitja nemendur á flestum skólastigum sveittir við próflestur og síðustu verkefnaskil. Álagið er í hámarki og margir telja sig aldrei munu sjá fyrir lokin á erfiðinu. En öll él styttir upp um síðir og fyrr en varir er útskriftin ein eftir. Þá er ráð að fagna og Tertugallerí á einmitt terturnar sem henta tilefninu.

Lestu meira →