Jónsmessan nálgast
Sumarsólstöður eru 21. júní og Jónsmessa fylgir í kjölfarið þann 24. júní. Þá fagna landsmenn lengstu dögum ársins með margvíslegum hætti. Sumir fara í næturgöngu, aðrir spila miðnæturgolf og þeir hörðustu velta sér naktir upp úr dögginni.
Það er um að gera að halda upp á þennan skemmtilega dag, þó honum fylgi óneitanlega sá skuggi að hér eftir taki dagarnir að styttast þar til skammdegið stendur sem hæst. Hér eru nokkrar tillögur að gómsætum tertum frá Tertugalleríinu sem passa vel við sumar og sól. Mundu að panta með nægum fyrirvara.