Lúsíuhátíðin

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við Íslendingar höfum verið duglegir að ættleiða erlendar hefðir á undanförnum árum. Þannig eru æ fleiri veitingastaðir farnir að bjóða upp á gómsætan þakkargjörðarmáltíðir og hrekkjavakan er komin til að vera. Flestar þessara hefða koma frá Bandaríkjunum en sumar koma frá Norðurlöndunum eins og lúsíuhátíðin sem er farin að ryðja sér til rúms hér á landi.

Við hjá Tertugallerí fögnum öllum skemmtilegum hefðum og hátíðum og hverju tækifæri til að gera okkur dagamun. Þessi sænska hefð hentar ákaflega vel inn í okkar aðventu og styttir bið barnanna eftir jólunum.

Lúsíuhátíðin er falleg kertahátíð og við hvetjum alla til að kveikja á kertum, en fara varlega með eldinn, hita sér kakó eða súkkulaði og panta gómsæta tertu frá Tertugallerí. Lúsíuhátíðin er 13. Desember sem ber upp á þriðjudegi í ár og er tilvalið að stytta vikuna með þessu og skrifa jafnvel síðustu jólakortin við það tækifæri.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →