Auðveldaðu þér aðdraganda jólanna með veitingum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Aðdragandi jólanna er einn skemmtilegasti tími ársins, mikið er um fjölskyldu og vina hittinga sem gerir árstíðina svo einstaklega ljúfa. Þar sem allir hafa ekki tíma til að baka yfir hátíðarnar er tilvalið að panta veitingarnar frá Tertugalleríinu, það eina sem þú þarft að gera er að panta og sækja og við sjáum um baksturinn. Við bjóðum uppá fjöldann allan af gómsætum veitingum sem ilja mann um hjartarætur á köldum vetrardegi yfir hátíðarnar.

Við höfum tekið saman allar þær veitingar tilvaldar í jólaboðin, smelltu hérna til að skoða meira. Við mælum þá sérstaklega með Marengsbombunni okkar en sú 15 manna dásemd er púðursykursmarengsterta með svampbotni og ljúffengri rjómafyllingu, skreytt með marengsbitum, ferskum berkjum, karamellu og súkkulaði. Kransaskálin okkar er einstaklega hátíðleg og ekki síður gómsæt enda full af kransabitum, skreytt með ferskum berjum og súkkulaði. Njóttu aðdraganda jólanna og minnkaðu allt óþarfa stress, pantaðu veitingarnar frá Tertugalleríinu.

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar:
Þorláksmessa, 23. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Aðfangadagur, 24. des: lokað
Jóladagur, 25. des: lokað
Annar í jólum, 26. des: lokað
Föstudagur 27. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Laugardagur 28. des: hefðbundinn opnunartími 9-12
Sunnudagur 29. des: hefðbundinn opnunartími 9-12
Mánudagur 30. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Gamlársdagur, 31. des: lokað
Nýársdagur 1.jan: lokað


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →