Nýttu þér jólatilboð Tertugallerísins!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertugalleríið er svo sannarlega í hátíðarskapi og er ýmislegt skemmtilegt framundan. Til að gera þennan tíma árs enn gleðilegri fyrir góða vini og vandmenn ætlum við að vera með sérstakt tilboð á ákveðnum veitingum út desember. Fátt er vinsælla en brauðterta á aðventunni, hvort sem það er vegan, túnfisk-, skinku- eða rækju brauðterta. Gott er að bæta eitthvað svolítið sætt með fyrir nammigrísina. Kransakökur gefa veislunni virðulegan svip á borðið. hátíðlegt er að hafa kransaskál eða klassíska kransaköku eða litlu fallegu kransablómin með jarðaberja-, dökkum hjúp-, kokteil- eða valhnetu. Veldu þitt uppáhalds og njóttu hátíðarinnar með veitingum á tilboðsverði frá Tertugalleríinu.

Smelltu hér til að skoða jólatilboðin >>

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar: 
Þorláksmessa, 23. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Aðfangadagur, 24. des: lokað
Jóladagur, 25. des: lokað
Annar í jólum, 26. des: lokað
Föstudagur 27. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Laugardagur 28. des: hefðbundinn opnunartími 9-12
Sunnudagur 29. des: hefðbundinn opnunartími 9-12
Mánudagur 30. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Gamlársdagur, 31. des: lokað
Nýársdagur 1.jan: lokað


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →