Fréttir

Pantaðu bollur tímanlega fyrir bolludaginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það styttist í bolludaginn! Nú er hann mánudaginn 12. febrúar. Þá eru ljúffengar vatnsdeigsrjómabollur ómissandi. Í ár bjóðum við hjá Tertugalleríinu upp á bragðgóðar vatnsdeigsrjómabollur með glassúr og hindberjasultu á frábæru verði. Vatnsdeigsrjómabollur frá Tertugalleríinu eru einstaklega ljúffengar og glæsilegar og sérstaklega mjúkar undir tönn. Það er tilvalið að gleðja fjölskyldu, vini, starfsfólk eða viðskiptavini með gómsætum vatnsdeigsrjómabollum á bolludaginn. Bollurnar koma í takmörkuðu upplagi og einungis til afhendingar 12. febrúar á bolludaginn sjálfan. Bollurnar eru afgreiddar í öskjum þar sem hver eining samanstendur af 12 bollum sömu gerðar. Fyrstur kemur fyrstur fær Tryggðu þér okkar ljúffengu vatnsdeigsbollur strax í...

Lestu meira →

Pantaðu tímanlega fyrir Bóndadaginn!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Bóndadagur nefnist fyrsti dagur þorra og þekkist það nafn frá því á miðri 19. öld. Takmarkaðar heimildir eru til um þennan dag og siði honum tengdum og því erfitt að ráða í aldur hans og hverju hann tengdist. Af þeim fáu heimildum sem til eru þá er þó ljóst af frásögnum af siðum honum tengdum að hér hafi verið um alþýðutyllidag en ekki hátíðisdag að ræða og því alls óvíst hvort hann hafi verið mjög útbreiddur eða hvaða tilstand hafi tíðkast þar sem hann var haldinn. Á bóndadag áttu húsbændur að „fagna þorra“ eða „bjóða þorra í garð“. Það áttu...

Lestu meira →

Áfram Ísland!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Andrúmsloftið í samfélaginu er skemmtilega spennuþrungið um þessar stundir. Margir eru að halda EM veislur heima fyrir sem og á vinnustöðum. Umræðan í samfélaginu snýst að miklu leyti um frammistöðu A-landslið karla í handknattleik á Evrópumótinu sem stendur nú yfir í Þýskalandi. Það er sama stemmning hjá okkur í Tertugalleríinu og viljum við mæla með skotheldri leið til að koma gestum eða samstarfsfélögum skemmtilega á óvart með bragðgóðri súkkulaðitertu með íslenska fánanum. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns...

Lestu meira →

Marengsbomba er ómissandi á áramótunum!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Eins og flestir vita eru oft girnilegar sælkerakræsingar á boðstólum á áramótunum og við hjá Tertugalleríinu vitum hvað sælkerar vilja. Marengsterturnar okkar eru sérstaklega hentugar fyrir þá sælkera sem elska stökka áferð sem bráðnar í munni og veitir sælutilfinningu. Við bjóðum upp á þrjár mismunandi bragðtegundir af marengsbombum, hver annarri ljúffengari. Marengsbomban okkar er einstaklega falleg púðursykurmarengsterta með rjómafyllingu. Skreytt með marengsbitum, karamellu, súkkulaði og ferskum berjum. Marengsbomban fæst í 15 og 30 manna stærðum. Við hjá Tertugalleríinu heitum þér því að hún mun slá í gegn! Hrísmarengsbomban okkar er 15 manna bomba úr tveimur lögum af púðursykursmarengs með hrískúlum...

Lestu meira →

Hátíðarkveðja!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertugalleríið óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar fyrir ánægjuleg viðskipti á árinu sem er senn að líða. Við óskum þess að þið njótið hvíldar um jólin og að nýja árið feli í sér tækifæri til gæfu og góðs gengis. Hafið í huga afgreiðslutíma og pöntunarfrest á veisluveigum frá Tertugalleríinu um áramótin 2023 27. des. – Miðvikudagur OPIÐ kl. 8:00-14:0 28. des. – Fimmtudagur OPIÐ kl. 8:00-14:00 29. des. – Föstudagur OPIÐ kl. 8:00-14:00 30. des. – Laugardagur OPIÐ kl. 9:0-12:00 31. des. – Sunnudagur (Gamlársdagur) LOKAÐ 1. jan. – Mánudagur (Nýársdagur) LOKAÐ 2. jan. –...

Lestu meira →