Fréttir — súkkulaðiterta

Jólastjarnan breytist í frábæra Frozen-tertu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Jólastjörnurnar, jólatertur Tertugallerísins, hafa heldur betur slegið í gegn á aðventunni. Hægt er að prenta hvaða mynd sem hentar á terturnar og hafa skarpskyggnir viðskiptavinir þegar uppgötvað að snjókornin á köntunum á Jólastörnunum henta einstaklega vel með myndum af persónunum úr Frozen-teiknimyndinni.

Lestu meira →

Hafðu ameríska tertu í aðventukaffinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú er aðventan gengin í garð og margir farnir að huga að því hvað þeir eigi að bjóða upp á með aðventukaffinu. Í fjölbreyttu tertusafni Tertugallerísins má finna gómsæta ameríska súkkulaðitertu sem er tilvalið að bjóða stórfjölskyldunni upp á með kaffi og kakó.

Lestu meira →

Afmæliskökur slógu í gegn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Talið er að rúmlega tvö þúsund manns hafi komið og snætt súkkulaðitertur sem Tertugalleríið bauð upp á í tilefni af 130 ára afmæli Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg á fjölskyldudegi safnsins á laugardag. Þetta er um fjórfalt fleiri gestir en venjulega sækja Listasafnið en alla jafna eru gestirnir í kringum 600 um helgar.

Lestu meira →

Listasafn Íslands býður þjóðinni upp á tertur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Listasafn Íslands fagnar 130 ára afmæli á þessu ári. Haldið verður upp á daginn á sérstökum fjölskyldudegi í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg laugardaginn 18. október. Tertugalleríið hefur af þessu tilefni búið til tertur með listaverkum eftir nokkra meistara íslenskrar myndlistarsögu. Boðið verður upp á terturnar í Listasafninu klukkan 13.

Lestu meira →

Nýjar kökur í barnaafmælið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Blásið hefur verið til veislu í tilefni af afmælum í mörg þúsund ár. Talið er að Eyptar hafi fyrst haldið afmæli í kringum 3.000 F. Kr. sem í þá tíð vísaði til krýningar faraós en ekki fæðingar hans. Nú eru komnar á markaðinn tvær nýjar afmælistertur frá Tertusmiðjunni sem henta vel í barnaafmæli.

Lestu meira →