Fréttir — Þitt eigið tilefni

Fagnaðu brúðkaupsafmælinu með tertu frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Að undanförnu höfum við hjá Tertugalleríinu fjallað um brúðkaup í fréttunum okkar, enda eigum við úrval af brúðartertum fyrir öll verðandi brúðhjón. Þegar haldið er upp á stóra viðburði í lífinu, líkt og brúðkaup, er oft venjan sú að halda einnig upp á brúðkaupsafmælið en þau hafa hvert sitt nafn fyrstu 15 árin og svo á fimm ára fresti. Fyrsta brúðkaupsafmælið er kallað pappírsbrúðkaup, fimm ára brúðkaupsafmælið trébrúðkaupsafmæli, 10 ára tinbrúðkaupsafmæli. Hér má sjá lista yfir heiti brúðkaupsafmæla. Þegar hjón hafa náð þeim áfanga að hafa verið gift í 25 ár er talað um silfurbrúðkaupsafmæli, gullbrúðkaupsafmælið við 50 árin og...

Lestu meira →

Bjóddu upp á marengstertu frá Tertugalleríinu í saumaklúbbnum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Birtingarmynd saumaklúbba hefur verið mismunandi allt frá tilurð þeirra. Sumir af saumaklúbbunum hafa verið starfræktir síðan meðlimir þeirra sátu saman á skólabekk og því ljóst að ýmislegt hefur drifið á daga þeirra sem eru í saumaklúbbum. Uppruna íslenskra saumaklúbba er erfitt að rekja en þeir virðast þó upphaflega hafa þróast út frá góðgerðaklúbbum, en með tímanum tekið á sig þá mynd sem við þekkjum í dag. Ýmiss konar veitingar er ómissandi þáttur þegar meðlimirnir í saumaklúbbnum hittast. Hjá Tertugalleríinu eigum við mikið úrval af tertum og kökum ásamt öðrum frábærum veisluveigum fyrir flest öll tilefni. Leyfðu okkur hjá Tertugalleríinu að...

Lestu meira →

Fagnaðu þjóðhátíðardeginum með veisluveigum frá okkur!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Núna styttist í sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní og hafa mikil hátíðarhöld fylgt þessum degi. Hjá mörgum er venjan sú að vinir og vandamenn koma saman í þjóðhátíðarkaffi, fara í skrúðgöngu eða heimsækja fjölbreytta og skemmtilega hátíðardagskrá víðs vegar um landið. Þess vegna könnumst við flest öll við þjóðhátíðarkaffiboð og viljum við hjá Tertugalleríinu auðvelda þér fyrirhöfnina með gott úrval af ljúffengum og bragðgóðum veisluveigum. Það sem er tilvalið fyrir þjóðhátíðarkaffið og slær yfirleitt alltaf í gegn, hjá bæði yngri og eldri kynslóðinni, er okkar ljúffenga súkkulaðiterta og flauelsmjúku bollakökur með íslenska fánanum. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og eru af...

Lestu meira →

Komdu á óvart um helgina!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er gaman að gleðja vini og vandamenn, sérstaklega ef það er hægt að gera það með gómsætum og súkkulaðiveigum. Við hjá Tertugalleríinu hvetjum þig til að koma fólkinu í kringum þig á óvart og gleðja við hvert tækifæri sem gefst. Það væri til dæmis frábært að nýta tækifærið til að gleðja fólk ef þú ert að fara á ferðalag um helgina og koma þá á óvart með ómótstæðilegri súkkulaðitertu frá Tertugalleríinu. Góð súkkulaðiterta slær yfirleitt alltaf í gegn hjá bæði yngri og eldri kynslóðinni. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að...

Lestu meira →

Veisluveigar fyrir útskriftarveislu!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er góður siður að fagna þegar merkum áfanga er náð og eftir mikla vinnu og álag er gaman að gleðjast með sínum nánustu og eiga góða stund áður en næsti kafli tekur við. Ef þið eruð að skipuleggja útskriftarveislu og eruð að huga að veisluveigunum og þá sérstaklega að brauð- eða smáréttum þá mælum við með klassísku og bragðgóðu brauðtertunum sem slá alltaf í gegn hjá veislugestum. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna. Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl...

Lestu meira →