Fréttir — Þitt eigið tilefni

Hann á afmæli í dag!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Til hamingju með daginn í dag, öll þið sem fagnið honum. Afmælisbarn dagsins er Quentin Jerome Tarantino, sem fagnar 60 ára stórafmæli í dag. Tarantino (eins og hann er oftast nefndur) er bandarískur kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur sem hefur átt mikillar velgengni að fagna á sínum ferli. Við hjá Tertugalleríinu vonumst þess að þið sem fagnið afmæli ykkar í dag fáið súkkulaðitertu í tilefni dagsins, því hjá okkur eru allir afmælisdagar súkkulaðidagar, sérstaklega þegar súkkulaðitertur eru bornar fram. Við vitum líka að bragðgóð og klassísk súkkulaðiterta gleður jafnt unga sem aldna, sama hvort sé verið að fagna afmæli eða góðum mánudegi...

Lestu meira →

EFTIRFARANDI DAGAR ERU FULLBÓKAÐIR OG LOKAÐ ER FYRIR PANTANIR

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

AFGREIÐSLUTÍMAR TERTUGALLERÍS & PANTANIR Mánudagur til og með fimmtudegi: Pantanir þarf að staðfesta með greiðslu fyrir kl. 14:00 á mánudögum til og með fimmtudögum ef vara á að afhendast daginn eftir. Pantanir sem eiga að afhendast á mánudegi þarf að staðfesta með greiðslu fyrir kl. 14 á föstudögum. Laugardagur og sunnudagur: Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að staðfesta pöntun með greiðslu fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Tímamörkin eru með fyrirvara um að ekki sé þegar lokað fyrir pantanir vegna anna.   PANTAÐU TÍMANLEGA FYRIR FERMINGUNA Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum...

Lestu meira →

Salötin frá Tertugalleríinu fyrir brauðtertugerðina

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ef þið viljið spreyta ykkur áfram í brauðtertugerð fyrir fermingarveisluna erum við hjá Tertugalleríinu með tilbúin bragðgóð sælkerasalöt til að einfalda ykkur undirbúninginn. Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg umbúðum og er hægt að velja um þrjár tegundir. Skinku-, túnfisk- eða rækjusalatið auðveldar þér fyrirhöfnina við brauðtertugerðina og við mælum með vinsælu rúllutertu- eða brauðtertubrauðunum frá Myllunni, sem fást í helstu matvöruverslunum. Þar að auki eru sælkerasalötin fullkomin viðbót á veisluborðið með alls konar kexi og brauðtegundum. Auðveldaðu þér fyrirhöfnina fyrir veisluna og pantaðu þitt uppáhalds sælkerasalat. Skoðaðu úrvalið og nánari upplýsingar hér. Pantið tímanlega Tertugallerí hefur í mörg ár...

Lestu meira →

Brauðtertur í fermingarveisluna ykkar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er fátt vinsælla í fermingarveislum en klassískar og bragðgóðar brauðtertur. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna. Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu. Hversu mikið magn á að panta? Þegar kemur að því að reikna út hversu mikið magn þið þurfið að panta af veitingum er tekið tillit til þess hvernig veislu er...

Lestu meira →

Súkkulaðikaka í afmælisveisluna ykkar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Súkkulaðikaka hefur verið nauðsynleg í hverri afmælisveislu í gegnum tíðina. Flest þekkjum við tilfinninguna að blása á kerti á ljúffengri súkkulaðiköku og eigum góðar minningar um það. Súkkulaðikakan með kertunum var yfirleitt aðalatriðið á veisluborðinu. Þegar kemur að undirbúningi afmælisins vilja margir verja tímanum í annað en baksturinn sjálfan og kjósa því að panta súkkulaðitertuna. Við hjá Tertugalleríinu viljum alltaf leggja okkar af mörkum og liðsinna heimilinu, sama hvert tilefnið er getum við séð um baksturinn og þannig létt ykkur undirbúninginn. Úrvalið af afmæliskökum og tertum er mjög gott og fjölbreytt hjá okkur og hægt er að fá eitthvað við...

Lestu meira →