Makkarónukökur á veisluborðið þitt
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Makkarónukökur má iðulega sjá á veisluborðum í mörgum boðum og veislum. Þær eru litríkar og fallegar í laginu og bráðna í munni. Þess heldur eru þær frábær viðbót með öðrum veisluveigum og eru dásamlega fallegar á veisluborðum.
Hjá Tertugalleríinu getur þú pantað ljúffengar og fallegar makkarónur sem eru tilvaldar fyrir þitt einstaka tilefni og gleðistundir. Makkarónurnar koma 35 stykki saman á bakka og eru með sex ljúffengum bragðtegundum: sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- og ástaraldinbragði.
Við viljum benda á að makkarónur eru litlar, dísætar og viðkvæmar og því skiptir máli hvernig þær eru meðhöndlaðar. Þær þurfa að vera í kæli og geymast þar vel í nokkra daga, eða í frysti, þar sem þær geymast töluvert lengur. Við mælum líka með því að taka þær úr kæli u.þ.b. 15 til 20 mínútum áður en þær eru bornar fram, en ef þær hafa verið geymdar í frystinum er gott að gefa þeim u.þ.b. 60 mínútur til að þiðna.
Hjá okkur finnur þú líka aðrar fjölbreyttar og ljúffengar sætar smáar veigar sem myndu henta vel með makkarónukökunum á veisluborð. Við mælum sérstaklega með mini nutellakökum eða mini möndlukökum sem koma 20 stykki saman í kassa, og gulrótar- eða skúffubitum sem koma 40 stykki saman í kassa.
Við erum með mun meira úrval og hvetjum þig eindregið til þess að skoða úrvalið á vefsíðu okkar og finna það sem þér þykir henta best fyrir þitt eigið tilefni.
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantið tímanlega
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir útskriftarveislur. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Makkarónukökur, Makkarónur, Tilefni, Veisla, Veisluborð, Þitt eigið tilefni