Verðbreytingar hjá Tertugallerí vegna virðisaukaskattsins

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Neðra þrep virðisaukaskatts á matvöru hækkaði úr 7% í 11% nú um áramótin. Tertugallerí hefur á undanförnum árum haldið verðhækkunum í lágmarki en kemst ekki hjá því að bregðast við að þessu sinni.

Talsverðar breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum tóku gildi nú um áramótin. Breytingarnar hafa áhrif á allflesta vöru og þjónustuliði. Í kjölfarið hækkar vöruverð almennt um 3,7%.

Langt er síðan verðum var breytt hjá Tertugalleríinu og kökurnar hafa lengi kostað það sama eða svipað. Sem dæmi hefur verðið á 15 manna súkkulaðitertum með nammi og myndum og eru vinsælar í afmælum kostað 3.580 krónur síðastliðin fjögur ár. Hún kostar eftir breytinguna nú um áramótin 3.714 krónur. 

Tertugallerí hefur gert hinum almenna neytanda kleift að versla sérbakaðar tertur og kökur á viðráðanlegu verði. Þrátt fyrir þessar breytingar mun Tertugallerí kappkosta að halda verði í lágmarki og stefnir að því að halda forystuhlutverki sínu á þessu sviði.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →