Tertugalleríið fagnar þínum gleðistundum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertugalleríið hefur fest sig í sessi sem sannkallaður sælkeraboðberi landsmanna. Hvort sem tilefnið er afmæli, útskrift, brúðkaup eða föstudagskaffi í vinnunni, þá er Tertugalleríið með úrval ljúffengra veisluveiga sem gleðja bragðlaukana.

Við hjá Tertugalleríinu viljum alltaf bjóða upp á ferskar og bragðgóðar vörur þannig að þú og gestir þínir fáið að upplifa okkar bestu gæði. Við leggjum því mikla áherslu á að tertur, eins og ferskar matvörur, eru bestar þegar þær eru nýjar – semsagt alveg nýbakaðar.

Allar kökur og tertur Tertugallerísins eru ferskvörur sem þýðir að þær eru bakaðar sama dag og afhending fer fram, svo þeirra megi njóta þegar þær eru ferskastar og með mestu gæðin fyrir bragðlaukana.

Tertugalleríið fagnar þínum gleðistundum og í þessari færlsu viljum við veita þér ljúffengar hugmyndir fyrir næstu gleðistund sem kemur upp hjá þér.

Súkkulaðitertur

Góð súkkulaðiterta með nammi er vinsæl í veislum og fær ávallt bragðlaukana til að kætast. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar, henta flestum tilefnum og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4x29cm) og 60 manns (58x39cm). Þá er jafnvel hægt að sérpanta enn stærri tertur.

Til að gera súkkulaðitertuna þína persónulegri er hægt að prenta mynd að eigin vali til að hafa á tertunni og það er líka hægt að setja texta á súkkulaðitertuna. Súkkulaðiterturnar okkar hafa bragðgóðan súkkulaðitertubotn með súkkulaði, skreytt með M&M, hlaupböngsum og brúnu ljúffengu smjörkremi á kantinum.

20 manna, þriggja laga Ameríska súkkulaðitertan er algjörlega sígild og er tilvalin við hvaða tækifæri sem er. Óhætt er að mæla með henni fyrir þá sem vilja klassíska súkkulaðitertu.

Franska súkkulaðitertan okkar er þétt, mjúk súkkulaðiterta sem er einstaklega bragðgóð og er skreytt með ljúffengu súkkulaðigeli, ferskum bláberjum og jarðarberjum og er fyrir 15 manns. Hún hentar vel fyrir vandláta. Franska súkkulaðikakan hentar líka öllum tilefnum en hún hentar sérstaklega vel í kaffitímanum.

Gulrótarterta

Gulrótartertan frá Tertugalleríinu er ljúffeng og svo bragðgóð að ómögulegt er að standast hana. Gulrótartertan okkar er gerð úr gulrótartertubotni, rjómaostakremi og er fallega skreytt með appelsínugulum súkkulaðispæni og kemur í ýmsum stærðum og útfærslum.

Gulrótaterturnar okkar eru sívinsælar, því þær eru bragðgóðar og þétt áferðin fellur mörgum í geð. Hægt er að panta 15 manna gulrótartertu, en einnig í stærri sölueiningum og kemur tertan skorin í sneiðar og tilbúin beint á veisluborðið þitt. Hægt að skera tertuna í 40, 60 og 80 sneiðar.

Þar að auki bjóðum við upp á frískandi gulrótarbita með ostakremi, sem koma 40 stykki saman í kassa.

Marengstertur

Við mælum með Marengstertum okkar, en þær þykja sérstaklega hentugar fyrir þá sælkera sem elska stökka áferð sem bráðnar í munni og veitir sælutilfinningu. Við bjóðum upp á þrjár mismunandi bragðtegundir af marengsbombum, hver annarri ljúffengari.

Marengsbomban okkar er einstaklega falleg púðursykurmarengsterta með rjómafyllingu. Skreytt með marengsbitum, karamellu, súkkulaði og ferskum berjum. Marengsbomban fæst í 15 og 30 manna stærðum. Við hjá Tertugalleríinu heitum þér því að hún mun slá í gegn!

Hrísmarengsbomban okkar er 15 manna bomba úr tveimur lögum af púðursykursmarengs með hrískúlum og vanillurjóma með kokteilávöxtum á milli. Hrísmarengsbomban er síðan hjúpuð með rjómasúkkulaðiganas og toppuð með Nóa kroppi. Þessi bomba er algjör hamingju hvellur hjá þeim sem elska Nóa Kropp!

Banana- og kókosbomban er 15 manna marengsveisla. Þessi ljúffenga terta er í senn stökk og mjúk. Mýktin kemur úr kókossvampbotni með súkkulaði, rjóma og banönum meðan stökki hlutinn inniheldur mulinn púðursykursmarengs með súkkulaðiganas. Þegar kemur að vinsældum banana- og kókosbombunnar á veisluborðinu skiptir aldurinn engu máli!

Brauðréttir og sælkerasalöt

Sama hvert tilefnið er þá er fátt vinsælla en að bjóða upp á klassískar og bragðgóðar brauðtertur. Tertugalleríið býður upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku, túnfisk og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna.

Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu.

Sælkerasalötin frá Tertugalleríinu auðvelda þér fyrirhöfnina og eru fullkomin fyrir brauðtertuna, rúllutertubrauðið, á kexið, á samlokuna eða hreinlega með niðurskornu grænmeti. Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg. umbúðum og er hægt að velja um skinku-, túnfisk- eða rækjusalat.

Með því að velja veisluveigar frá Tertugallerí fyrir þína gleðistundir tryggirðu gæði, ferskleika og fjölbreytni í veitingunum.

Pantaðu tímanlega

Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta.

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla