Fréttir — hrísmarengsbomba
Hrísmarengsbomba sem sprengir skalann
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Hrísmarengsbomban okkar, tveggja laga púðursykursmarengsterta með hrískúlum og kokteilávöxtum og vanillurjóma á milli, er syndsamlega góð. Hrísmarengsbomban er hjúpuð með rjómasúkkulaðiganas og Nóakroppi. Heldurðu að þú getir staðist hana? Bjóddu 14 manns í kaffi, því hún er 15 manna, og sjáðu hvort þú getir það - við leyfum okkur að efast!
- Merki: Hrísmarengsbomba, marengsterta, terta
Gleddu þína heittelskuðu á konudaginn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Nú fer að líða að konudeginum og eins gott fyrir karlpeninginn að hefja undirbúning eigi síðar en strax ef vel á að takast til. Konudagurinn markar fyrsta dag Góu og þýðir að nú fer að styttast í vorið. Það er því sannarlega ástæða til að fagna.