Fréttir — Kransabitar

Gefðu sæta fyrirtækjagjöf fyrir jólin

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú þegar jólin nálgast eru mörg fyrirtæki að skipuleggja jólaglaðning fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Jólagjöf eða jólaglaðningur er bæði falleg fyrirtækjahefð og áhrifarík leið til að efla samskipti, hvetja starfsfólk og sýna þakklæti fyrir liðið ár. Með hugmyndaríkum og vel völdum gjöfum geta fyrirtæki sent hlýjan og eftirminnilegan boðskap um kærleika og samhug á jólum. Jólaglaðningur getur verið mikilvæg leið fyrir fyrirtæki til að þakka starfsfólki fyrir vel unnin störf á árinu og hvetja til áframhaldandi árangurs. Slíkar gjafir styrkja samband fyrirtækja við sitt starfsfólk og stuðlar að jákvæðri starfsánægju, hvort sem um er að ræða gjafakörfur eða persónulegar gjafir....

Lestu meira →

Fermingarveisla - Hversu mikið magn á að panta?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Líkt og kom fram í okkar fyrstu fermingarfærslu á þessu ári þá vitum við hjá Tertugalleríinu að það getur verið krefjandi að halda fermingu, enda í mörg horn að líta og gott er að viðhafa skipulag. Við viljum halda áfram að leiðbeina ykkur í undirbúningnum til að auðvelda ykkur fyrirhöfnina á fermingardaginn. Að þessu sinni tökum við til umfjöllunar áætlað magn fyrir veitingar í veislum, því það getur oft verið vandasamt að áætla hversu mikið magn skal panta. Við gerum ráð fyrir því annars vegar að fæstir vilja lenda í því að hafa ekki nóg af veitingum á veisluborðinu og...

Lestu meira →

Komdu pabba óvart og pantaðu góða tertu fyrir feðradaginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Feðradagurinn er haldinn hátíðlegur annan sunnudag í nóvembermánuði. Þá er tilvalið að panta góða klassíska brauðtertu og Marengsbombu frá Tertugallerí. Komdu pabba á óvart með ljúffengri brauðtertu með skinku, túnfisk eða rækju. Bættu við einni bragðgóðri Amerískri súkkulaðitertu eða gómsætri Marengsbombu, skreytt með karamellu, súkkulaði og ferskum berjum. Við höfum tekið saman nokkrar hugmyndir fyrir kaffiboð á feðradaginn en skoðið síðuna og sjáðu hvort þú fáið fleiri hugmyndir. Pantaðu tímanlega Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Til að fá vöru afhenta á sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir....

Lestu meira →

Gefðu gómsæta gjöf á alþjóðlega degi skyndihjálpar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Gefðu gómsæta gjöf á Alþjóðlega degi skyndihjálpar sem er á laugardaginn. Á hverju ári er annar laugardagur í september tileinkaður þýðingu skyndihjálpar. Dagurinn er haldinn árlega til að stuðla að mikilvægi þjálfunnar í skyndihjálp til að koma í veg fyrir meiðsli og bjarga mannslífum. Tertugallerí hvetur landsmenn til þess að læra skyndihjálp svo þeir geti aðstoðað og jafnvel bjargað einstaklingi í neyð.

Lestu meira →

Pantaðu eitthvað gómsætt fyrir verslunarmannahelgina

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Verslunarmannahelgin er ein mesta ferðahelgi ársins er á næsta leyti og er þá gott að gera vel við sig. Það er margt í boði en við erum með djúsí kleinuhringi, gómsæta kransablóm, litríkar makkarónur, mini möndlukökur og vinsælu bollakökurnar sem henta vel í útileguna. Þú getur boðið upp á svo margt gott í einni útilegu um verslunarmannahelgina. Það jafnast ekkert á við eitthvað gómsætt eftir grillmatinn. Ef þú ert í bænum þá er tilvalið að panta þér súkkulaðitertu með mynd og kannski texta með, jafnvel eina góða marengsbombu að hætti Tertugallerísins. Haltu upp á verslunarmannahelgina með stæl! Njóttu þess um...

Lestu meira →