Fréttir — smástykki

Kynntu þér nýja afgreiðslutíma yfir páskana 2021

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú líður senn að páskum. Hefst mikil hátíð og má þá aldeilis gera vel við sig. Sérstakur afgreiðslutími tekur gildi yfir hátiðina hjá Tertugallerí. Pantanir í vefverslun Tertugallerísins taka mið af þessum breytta tíma. Athugið að lokað er föstudaginn langa og páskadag. Afgreiðslutímar í Tertugalleríi verða yfir stórhátíðina með eftirfarandi hætti:

Lestu meira →

Fátt er vinsælla en brauðtertur fyrir allar gleðistundir

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugallerí erum afar stolt af gómsætu og gullfallegu brauðtertunum okkar. Fátt er vinsælla í veislum en brauðtertur og tilvalið fyrir allar gleðistundir. Tilefnin eru mismunandi og því erum við með nokkar mismunandi girnilegar tegundir af brauðtertum og þar á meðal eru ljúffengar vegan brauðtertur. Ef þú vilt spreyta þig í brauðtertugerð í vetur fyrir brúðkaupið eða afmælisveisluna erum við líka með tilbúin bragðgóð sælkerasalöt. Skinku-, túnfisk- eða rækjusalatið auðveldar þér fyrirhöfnina fyrir veisluna. Hafðu svo eitthvað svolítið sætt með til að setja punktinn yfir i-ið. Með bitum, bollakökum eða öðru minna með verður tilefnið fullkomið. Skoðaðu svolítið sætt með >> 

Lestu meira →

Fagnaðu þrettándanum með brauðtertu!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú fer að verða lítið eftir af jólunum. Þréttandinn er síðasti dagur jóla en hann er ekki bara dagurinn til þess að pakka saman jólunum heldur hefur hann um aldir verið dagur vitringanna þriggja. Margir halda í þá góðu hefð að gera vel við sig þann dag.  Við hjá Tertugalleríinu erum með fallegar og guðdómlegar brauðtertur fyrir síðasta dag jólanna, þrettándann. Fallegar og ljúffengar brauðtertur gleðja alltaf og klárast alltaf. Ef það eru afangar gerist það oft að sumir í fjölskyldunni narta allt kvöldið undir góðu spili. Alveg eins og það á að vera! Innileg samvera, gleði og notalegheit heima...

Lestu meira →

Ljúf og sæt hamingja - Skoðaðu úrvalið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hamingja, sæla eða lukka er tilfinning fyrir gleði, ánægju og vellíðan. Við leitum öll að hamingjunni með einum eða öðrum hætti. Stundum þarf bara að staldra við og líta á umhverfið sitt með öðrum augum. Það jafnast fátt við ljúfan og sætan hamingjubita á skrítnum tímum sem þessum. Finndu þinn fullkomna hamingjubita í því sem þú ert að gera um hátíðarnar. Farið gætilega og passið vel uppá hvert annað. Gleðilega hátíð!  Starfsfólk Tertugalleríisins.

Lestu meira →

Pantaðu súkkulaðitertu fyrir góðar stundir með fjölskyldunni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þegar styttist óðum í það að jólahátíðin gangi í garð er gott að staldra aðeins við og einblína á innihaldsríkar skemmtanir, tómstundir eða samræður sem vonandi fanga huga fjölskyldunnar. Markmiðið gæti verið að allir leggist á eitt við að sýna traust, öryggi og að kenna náungakærleik. Til að gera samveru fjölskyldunnar að ógleymanlegri stund er gott að bjóða uppá eitthvað gómsætt og fallegt fyrir alla meðlimi. Skoðaðið úrvalið að smástykkjunum okkar eða jafnvel súkkulaðitertunum okkar því hægt er að láta prenta mynd og setja þinn eigin texta á tertuna. Tilvalið er að panta gómsæta súkkulaðitertu með fallegum skilaboðum um góða samverustund

Lestu meira →