Fréttir
Alltaf tilefni til að fá sér tertu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þau eru mörg tækifærin sem gefast til að fagna jafnt stórum sem smáum áföngum í lífinu. Þegar þú vilt fagna þá er tilvalið að gera það með tertu frá Tertugalleríinu. Þú getur látið útbúa tertuna eftir þínu höfði. Við reynum allt hvað við getum til að láta óskir þínar verða að veruleika.
Lokað á sunnudag og mánudag
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Breytingar verða á afgreiðslutíma Tertugallerísins um Hvítasunnuhelgina. Hefðbundin afgreiðsla er á laugardag en lokað á sunnudag og mánudag. Við opnum svo aftur þriðjudaginn 26. maí.
- Merki: Ferming, Fermingarveisla, Hvítasunnan, Terta
Minnumst þeirra sem draga björg í bú
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Á þessu ári eru 90 ár liðin frá einum mesta mannskaða í íslenskri sjávarútvegssögu. Hann varð þegar togararnir Leifur heppni og Field Marshall Robertsson sukku með 68 manns innanborðs út af Vestfjörðum í febrúar árið 1925. Við minnumst þeirra og fleiri sjómanna á Sjómannadaginn á sunnudaginn, 7. júní.
- Merki: hafið, Halamið, Halaveðrið, Sjómannadagur, sjómenn, sjór, togari
Meira úrval í steypiboðunum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það hefur færst í vöxt að vinkonur bjóði til veislu hér á landi í tilefni af því að stallsystir þeirra á von á sér eða nýbúin að eiga. Veislur sem þessar eru nýlunda hér en hafa tíðkast um aldir víða um heim. Iðulega er boðið upp á gómsætar tertur í veislunum.
- Merki: barnalán, gjafaveisla, gæfuterta, ljósálfur, Steypiboð
Heiðrið mömmu með tertu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Mæðradagurinn rennur upp á sunnudag. Þetta er alþjóðlegur dagur mæðra þótt hann sé ekki haldinn á sama degi um allan heim. Á mæðradaginn heiðra börn óeigingjarnt starf mæðra sinna með ýmsum hætti. Það er fallega gert að bjóða móður sinni upp á gómsæta tertu í tilefni dagsins.
- Merki: mæðradagur, mæðradagurinn