Hvað á barnið að heita?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Flestir þekkja skírnarathafnir og enn er það svo að flestir velja að skíra nýjustu fjölskyldumeðlimina. Það er þó síður en svo algilt. Nafngiftarathafnir Siðmenntar njóta vinsælda og Ásatrúarfélagið býður einnig upp á valkost sem hentar mörgum. Á vef Ásatrúarfélagsins er athöfn lýst.
Nafngiftarathafnir Ásatrúarfélagsins eru hugsaðar barninu til heilla og verndar. Goðinn kveður eða les erindi úr Völuspá þar sem greint er frá því að hvert nýfætt barn er fyrirheit um framhald hinnar eilífu hringrásar lífsins. Foreldrar, aðstandendur eða goði lesa erindi úr hávamálum og á táknrænan hátt er barninu gefin næring – til dæmis mjólk eða hunang- sem veraldlegt veganesti. Sveinbjörn Beinteinsson fyrrum allsherjargoði orti ljóð sem oft er lesið við nafngiftarathafnir Ásatrúarfélagsins. Ljóðið er svohljóðandi:
Megi mannheill
nafni fylgja
styrki þig guðir
og góðar vættir
álfar og dísir
og allt sem lifir
gróður jarðar
og geisli sólar
Hvort sem þú ákveður að skíra barnið eða veita því nafn hjá öðru lífsskoðunarfélagi getur þú treyst því að Tertugallerí á veitingar sem henta þér.
Mikilvægt er að panta með góðum fyrirvara, Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarft þú að panta fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.