Tertugallerí liðsinnir þér í brúðkaupsundirbúningnum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Brúðkaup er án efa einn stærsti dagur í lífi allra para. Brúðkaupsdagurinn er oftast skipulagður marga mánuði fram í tímann og allir lausir endar hnýttir því allt þarf að vera á sínum stað. Að mörgu þarf að hyggja og umstangið getur verið mismikið, því allt fer það eftir því tilstandi sem tilvonandi brúðhjón ætla að hafa.

Það er líka þörf að ræða tímabilið sem einkennir aðdragandann að stóra deginum, sem getur valdið auka álagi. Við hjá Tertugalleríinu teljum mikilvægt að hefja undirbúning tímanlega. Því meiri tími sem lagður er í undirbúninginn því betra verður skipulagið. Við vitum líka að það er alltaf gott að skipuleggja sig fram í tímann og fá fyrir vikið að njóta í ró og næði þegar nær dregur að ykkar stóra degi.

Við hjá Tertugalleríinu vitum að verðandi brúðhjón vilja ævinlega þiggja aðstoð við skipulag stóra dagsins, sérstaklega hvað veisluhaldið varðar. Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar brúðartertur og aðrar veitingar á hagstæðu verði fyrir brúðkaupsveisluna. Við viljum endilega fá að liðsinna ykkur í undirbúningnum með því að létta undir og fækka verkefnum.

Brúðartertan

Það er varla til mikilvægari terta en brúðkaupstertan. Brúðkaupstertan kórónar borðhaldið og gestir bíða spenntir eftir að brúðhjónin skeri saman fyrstu sneiðina og taki þannig eitt fyrsta skrefið saman í nýju hjónabandi. Brúðkaupstertur Tertugallerísins eru gæðatertur sem gleðja bæði augað og bragðlaukana.

Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á dásamlegar brúðartertur með þrennskonar útlitsgerðum sem eru Lafði Díana, Lafði Kate og Lafði Grace. Brúðarterturnar eru allar gerðar úr súkkulaðitertubotni með unaðslegri súkkulaði-mousse fyllingu, hjúpuðaðar með hvítum sykurmassa og að lokum skreyttar með sykurblómum, ferskum berjum og súkkulaðivindlum.

Tilvalið með fordrykknum eða brúðartertunni sjálfri

Kransakökurnar okkar eru alltaf sígildar samhliða brúðartertunni eða með fordrykknum í veislunni og við bjóðum upp á nokkrar útfærslur af kransakökunni. Við erum með ljúffenga og fallega skreytta sjö hringja kransakörfu fyrir 15 manns, eða öðruvísi 20 manna kransaskál skreytta með ferskum berjum og súkkulaði. Svo er það sígilda og reisulega 30 manna kransakakan sem skreytt er með hvítum glassúr, ferskum berjum og súkkulaðiskrauti. Auk þess bjóðum við upp á litla kransabita sem koma 40 stykki saman á bakka.

Okkar ljúffengu og litríku makkarónukökur eru frábær sætir smábitar og geta skreytt hvaða veisluborð sem er. Makkarónukökurnar koma 35 stykki saman á bakka og eru með sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- eða ástaraldinbragði.

Þar að auki erum við með frábært úrval af smástykkjum sem slá alltaf í gegn.

Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega. Einfaldara getur það ekki verið.

Pantið tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar fyrir brúðkaupsveisluna á hagstæðu verði og við mælum eindregið með því að þið pantið tímanlega.

Athugið að panta þarf brúðartertur með a.m.k. viku fyrirvara. Á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og brúðkaupsveislan er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla