Tertugalleríið hjálpar til við ferminguna

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þúsundir barna munu fermast í vor og er undirbúningurinn fyrir fermingarveisluna áreiðanlega hafinn fyrir löngu hjá mörgum. Við hjá Tertugalleríinu höfum búið til bækling sem sýnir hluta af úrvalinu okkar af fermingartertum og erum þessa dagana að senda hann til foreldra tæplega 2.400 fermingarbarna á höfuðborgarsvæðinu.

Það getur verið þrautinni þyngra að undirbúa fermingarveislu enda þarf að huga að mörgu. Einhverjir hafa af þeim sökum hafist handa við að undirbúa veisluna fyrir stóra daginn.

En erfitt verk vinnst betur með fleiri höndum. Við hjá Tertugalleríinu vitum hvað þarf til að gera góða veislu enn glæsilegri.

Næstu daga mega foreldrar tæplega 2.400 fermingarbarna á höfuðborgarsvæðinu búast við því að inn um bréfalúguna eða í póstkassann komi bæklingur sem við höfum búið til með sýnishorni af því sem þeim stendur til boða í fermingarveisluna.

Það er líka hægt að hlaða bæklingnum niður og prenta hann út. Smelltu hér til að skoða enn meira úrval af fermingartertum og panta. Mundu að panta tertu í fermingarveisluna með góðum fyrirvara.

Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á álagstímum. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrir liggur að eftirspurn verði ekki annað. Pantið tertu í tíma og verið örugg um að geta boðið upp á glæsilega tertu í fermingarveisluna.

Þú getur smellt hér til að sækja bæklinginn frá okkur í PDF-útgáfu til að vista hann og skoða síðar eða til að prenta hann út.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →