Fagnaðu páskunum með tertu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Páskahátíðin er hafin. Páskarnir eru helgasta hátíð kristinna manna enda minnast þeir þá dauða Jesú og fagna upprisu hans. Þetta er því gleði- og sigurhátíð í augum kristins fólks. Á páskunum hittast fjölskyldur, vinir og kunningjar. Ef haldið er kaffiboð þá er gott að geta boðið upp á gómsæta tertu eða annað meðlæti frá Tertugalleríinu.
Margir tengja páskana við síðustu kvöldmáltíð Jesú og lærisveinanna, svik Júdasar, krossfestinguna og að lokum upprisu Jesú. Engu að síður má rekja sögu páskanna langt aftur fyrir daga Jesú Krists. Í Mósebók segir nefnilega frá því að upphaf páska tengist brottför Gyðinga úr ánauð Egypta og ferðar þeirra til fyrirheitna landsins.
Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, segir í grein um hátíðina á Vísindavef skólans, að rekja megi sögu páska aftur fyrir gyðingdóminn sem sjálfstæðra þróaðra trúarbragða eða aftur til daga forn-Hebrea eða Ísraelsmanna.
Hjalti bendir á að á dögum hirðingjanna forn-Hebrea (í kringum 900 fyrir Krists burð) hafi líklega verið bannað að slátra sauðfé þegar sauðburður nálgaðist að vori. Eftir það hafi verið efnt til nokkurs konar uppskeru- eða afurðahátíðar þar sem nýmetis var neytt. Hátíðin hafi heitið pesah eða pesach.
Hjalti segir að í framhaldi af þessu hafi verið rökrétt að tengja páskana við Jesú og páskalambið enda hefð fyrir sláturtíð á sama tíma.
Það er hefð fyrir því að fjölskyldur hittist yfir páska enda fríið langt, einir sex dagar frá grunnskólum. Þegar fjölskyldan kemur saman er tilvalið að bjóða upp á tertur með kaffinu.
Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman tillögur að nokkrum tertum og meðlæti sem gott er að eiga og bjóða upp á þegar vinir eða ættingjar kíkja í heimsókn hvort heldur er á páskum eða á öðrum tyllidögum. Þar á meðal er bragðgóð marengsterta með kókossvampbotni með súkkulaði, rjóma og bönunum. Hún er fyrir 15 manns.
Munið að panta tertur tímalega hjá okkur. Álagið á okkur getur verið mikið og það er sérstaklega mikið núna. Við þurftum að loka fyrir pantanir á miðvikudag vegna ferminga og páska. Ekki verður opnað aftur fyrir pantanir fyrr en eftir páska, þ.e. 8. apríl.
Við hjá Tertugalleríinu óskum landsmönnum gleðilegra páska.
Deila þessari færslu
- Merki: kleinur, marengsbomba, Páskar