Bjóddu upp á gómsæta tertu í útskriftinni
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þær lifa lengi minningarnar um stóru skrefin í lífinu. Nú eru skólar landsins að útskrifa nemendur sína. Margir eiga tök á því að fagna þessum gleðilegu áföngum og þá er mikilvægt er að bjóða upp á gott meðlæti með kaffinu. Tertugalleríið býður upp á fjölbreyttar, ljúffengar og fallegar tertur fyrir útskriftarveisluna.
Það er góður siður að fagna þegar merkum áfanga er náð í lífinu. Það skiptir ekki máli um hvað er að ræða. Eftir mikla vinnu og álag er gaman að gleðjast með sínum nánustu og eiga góða stund áður en næsti kafli tekur við.
Farið yfir betri fötin
Það hefur lengi tíðkast við útskrift að kandídatar við háskóla í Oxford,Cambridge og aðrar menntastofnanir í Evrópu sem hvíla á aldagömlum grunni klæðist sérstökum hempum eða slám og beri hatta í tilefni dagsins.
Uppruni hempunnar byggir á því að verja háskólafólk við hátíðleg tækifæri og viðhafnir fyrir kulda. Því er ekki að skipta nú þar sem fólk klæðist hempunni orðið yfir betri föt sín.
Hempur voru notaðar aðallega við rótgrónar menntastofnanir. Hefðin fluttist með landnemum og ævintýrafólki víða um heim, svo sem yfir til Bandaríkjanna og til annarra nýlendna sem áður lutu stjórn Evrópuríkja. Í sumum löndum, svo sem á Nýja Sjálandi, svipar háskólahempum mjög til þeirra sem notaðar eru í Cambridge. Í Malasíu byggja þær hins vegar á hefð heimamanna.
Ýmislegt má segja um hempurnar. Í fyrsta lagi eru þær notaðar við hátíðleg tækifæri á borð við útskriftir. Í öðru lagi eru litir þeirra mismunandi eftir því í hvaða deild viðkomandi er. Í þriðja lagi er talsverður munur á því hvaða efni er í hempunum. Í kaldari löndum eru þær þykkari en í þeim heitu, efnið mismunandi og þar fram eftir götunum.
Aftur metfjöldi?
Þeim fjölgar ár frá ári nemendunum sem háskólar landsins brautskrá að vori. Í fyrra útskrifuðust 2.065 kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands . Þetta var mesti fjöldi sem brautskráður hefur verið frá skólanum frá stofnun hans 17. júní árið 1911.
Háskólinn í Reykjavík brautskráir nemendur við frumgreinadeild 12. júní. Brautskráning annarra nemenda er á dagskrá 20. júní. Sama dag brautskráir Háskóli Íslands kandídata sína. Þá eru framhaldsskólarnir ótaldir.
Útskriftin er stór stund í lífi hvers háskólanemanda. Mikilvægt er því að hafa meðlætið gott í útskriftarveislunni.
Tertugallerí býður upp á fjölbreytt úrval af fallegum og gómsætum útskriftartertum. Bókartertur með fallegri áletrun eru vinsælar við ýmis tækifæri. Skoðaðu úrvalið og veldu útskriftartertuna þína. Hafðu í huga að panta tímanlega tertu. Afgreiðsla pantana getur tekið 2-3 daga.
Deila þessari færslu
- Merki: afmæli, bókarterta, Útskrift