Hvað á barnið að heita?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er gaman að skíra ungabörn á sumrin þegar sól skín hátt á lofti. Engin skírnarveisla er án skírnartertu. Þið fáið ljúffengu skírnarterturnar í Tertugalleríinu í sumar.

Samkvæmt kristinni trú er skírn svokallað sakrament. Hún fer vanalega fram með þeim hætti að prestur eys vatni yfir höfuð þess sem skírður er.

Hugmyndin með skírninni er sú að með henni gangist hinn skírði guði og kristinni kirkju á hönd og öðlist hlutdeild í fyrirgefningu, náð og fær að ganga inn í himnaríki.

Á fyrri öldum var því trúað að dæi óskírður einstaklingur þá færi hann til helvítis og væri því skírnin vörn gegn slíku. Af þeim sökum var skírnum hraðað mjög eftir fæðingu barns.

Einar Sigurbjörnsson, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, segir að ekki sé einhugur á meðal kristinna manna um barnaskírnina. Sumar kirkjudeildir neiti að skíra börn á þeim forsendum að börn geti ekki játað trú sína sjálf. Sumar kirkjudeildir og sérstaklega kristniboðar skíra því fullorðið fólk.

Sá siður er mjög algengur að nafn barns sé fyrst opinberað við skírnina. Einar segir að þar komi fram sú kennd fólks að nafn manneskju kveði á um persónuleika hennar.

Það hefur tíðkast að bjóða gestum í kaffi og meðlæti eftir skírn barns. Þetta er fyrsta stórveislan sem haldin er fyrir nýjan einstakling og myndar ákveðið upphaf.

Það skiptir því máli á þessum merkisdegi að skírnartertan sé bæði falleg og ljúffeng. Skírnartertur Tertugallerísins eru bæði glæsilegar og á góðu verði. Skoðaðu úrvalið af skírnartertum Tertugallerísins.

Kransakökurnar eru alltaf klassískar í skírnarveislunum. Marsípanterturnar með skrauti og texta slá líka alltaf í gegn.

Pantið með fyrirvara
Þegar þið pantið tertu hjá okkur þá er mikilvægt að panta með fyrirvara. Undir venjulegum kringumstæðum þarf að panta 2-3 dögum áður en áætlað er að sækja tertuna. Afgreiðslutíminn getur svo orðið lengi á álagstímum.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →