Ástvina minnst á fallegan hátt

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það fylgir því oft mikil sorg þegar ættingjar eða vinir sem fallið hafa frá eru jarðsettir. Það er engu að síður góður siður að minnast hins látna með fallegri erfidrykkju þar sem þeir sem þekktu hann eða hana í lifanda lífi geti hist og spjallað. Það er gott að geta á auðveldan hátt útvegað veitingar í erfidrykkjuna hjá Tertugalleríinu.

Í erfidrykkjunni koma vinir og ættingjar hins látna saman og skiptast gjarnan á sögum. Þannig er hins látna minnst með því að rifja upp það góða úr lífi hans eða hennar. Það er góð venja að bjóða upp á tertur og annað bakkelsi í erfidrykkjunni en það getur verið erfitt eða ómögulegt fyrir aðstandendur að baka sjálfir allt sem til þarf. Þá er gott að geta létt sér þennan hluta útfararinnar með því að láta okkur hjá Tertugalleríinu sjá alfarið um þann hluta.

Við höfum tekið saman úrval af tertum og öðru bakkelsi sem hentar vel í erfidrykkjur. Þar eru bæði klassískar tertur eins og gulrótarterta, peruterta og skúffukaka, en líka þjóðlegt og gott bakkelsi eins og pönnukökur, skonsur og kleinur sem gott er að bjóða upp á með tertunum.

Það vita allir sem hafa upplifað hvað það getur verið erfitt að takast á við andlát einhvers nákomins og þurfa að auki að skipuleggja útförina. Það er að ótal smáatriðum að hyggja, en útfararstofur vinna almennt gott starf við að auðvelda aðstandendum útförina. Þá hefur Landlæknir tekið saman skjal með upplýsingum.

Notaðu þér þjónustu okkar hjá Tertugalleríinu til að auðvelda þér að bjóða upp á góðar veitingar í erfidrykkjunni án fyrirhafnar.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →