Fagnaðu með gjafaveislu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er orðið æ algengara að halda gjafaveislu til heiðurs verðandi eða nýbökuðum mæðrum. Þetta er skemmtileg og falleg nýbreytni sem gleður. Tertugalleríið hefur búið til tertu fyrir stráka og stelpur en líka bumbubúa sem beðið er eftir. Skoðaðu úrvalið hjá Tertugalleríinu og gerðu gjafaveisluna ógleymanlega.

Í hinum enskumælandi heimi kallast gjafaveislur Baby Showers. Heitið vísar til þess að í veislunni er gjöfum látið rigna yfir móðurina og bumbubúann. Hér á landi hefur orðið gjafaveisla eða steypiboð verið notað yfir boðið. 

Ættingjum er yfirleitt ekki boðið til veislunnar heldur halda þær vinkonur móður og barns og er ausið yfir þau gjöfum sem tengjast fæðingu barnsins. Þetta er skemmtilegur viðburður og gaman að gera hann eftirminnilegan með góðri tertu frá Tertugalleríinu.

 

Eldgamall siður

Gjafaboð má rekja allt aftur til daga Forn-Egypta og Grikkja en þar var fæðingu barns fagnað. Ástæða þessa var sú að bæði móðir og barn þurftu að halda sig til hlés í viku og stundum lengur. Nánasta fjölskylda, hvað þá vinir, gátu því ekki séð þau í langan tíma. Þetta var gert af heilbrigðisástæðum á sínum tíma.

Í Íran tíðkast reyndar enn að fjölskyldur og vinir fá ekki að hitta móður og barn fyrr en tíu dögum eftir fæðingu. Það verða eðlilega miklir fagnaðarfundir þegar vinir og vandamenn fá að sjá móðurina á ný og barnið sem hún bar undir belti.

 

Bjóddu upp á gómsæta tertu

Tertugallerí býður uppá þrjár gerðir af tertum sem henta frábærlega fyrir gjafaveislur eða aðrar veislur þar sem þungun eða barnsfæðingu er fagnað.

Það er tilvalið að fagna þessari stóru stund með Barnaláni, gómsætri súkkulaðitertu. Þú getur líka boðið upp á Gæfutertuna, sem þú getur fengið með bleiku eða bláu kremi. Ljósálfur er æðislega bragðgóð og krúttleg terta fyrir bæði kynin. Þú getur pantað hana í bleiku og bláu.

Mundu að panta lit við hæfi og tímanlega líka því afgreiðslufrestur er venjulega 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta tertu fyrir gjafaboðið á sunnudag þá þarftu að panta tertuna fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Dásamleg terta frá Tertugalleríinu gerir gjafaboðið þitt ógleymanlegt. Pantaðu tertu.

Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir tertur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →