Haltu upp á vetrarsólstöður

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er fátt yndislegra en vetrarsólhvörf. Þá er stutt til jóla, margir búnir eða langt komnir með jólaundirbúninginn og klukkurnar alveg að fara að klingja. Það er upplagt á vetrarsólhvörfum að bjóða upp á góðgæti með kaffinu í fyrirtækinu. Við hjá Tertugalleríinu mælum með ýmsu sem gott er að bjóða upp á. Þar á meðal er eplakakan með rommi, klassísku kleinurnar og þjóðlegar skonsur.

Sólstöður eru tvisvar á ári og eru þær aldrei sama dag ár frá ári. Sumarsólstöður eru á hásumri og geta verið frá 20. til 22. júní. Vetrarsólstöður geta verið frá 20. til 23. desember og geta þær því lent á sama degi og Þorláksmessa. Slíkt er þó afar sjaldgæft.

Það er vissulega tilefni til að gleðjast yfir vetrarsólstöðum. Á þessum tíma er sólargangurinn stystur og eftir þær tekur daginn að lengja. Það gerist ekki snöggt, þvert á móti í sömu hænufetunum og það tekur daginn að styttast í lok sumars. Samkvæmt þessu verður birtutíminn á aðfangadag um þremur mínútum lengri en þegar dimmast var og í mars mun birtu njóta í eina og hálfa klukkustund lengur.

Tilbreyting á 400 ára fresti
Í almanaki Háskóla Íslands er bent á þá áhugaverðu staðreynd að vetrarsólstöður hafi haldist innan marka, þ.e.a.s. 20.-23. desember frá því gregoríanska tímatalið var tekið upp árið 1700 og muni gera það til ársins 2100.

Algengast er þó að vetrarsólstöður séu 21.-22. desember. Þótt þær hafi komið upp 20. desember og 23. þá sé það afar fátítt. Í almanakinu er tekið sem dæmi að vetrarsólstöður hafi ekki borið upp á þeim rúmu 300 árum síðan nýja tímatalið var tekið upp. Það muni næst gerast árið 2080.

Svipaða sögu er að segja af vetrarsólstöðum 23. desember. Það gerðist síðast árið 1903 og mun ekki sjást aftur fyrr en árið 2303.

Það er tilefni til að létta sér aðeins lundina í svartasta skammdeginu og fagna því að sól fer að hækka á lofti. Það má gera með því að bjóða upp á góðgæti með kaffinu í vinnunni. 

Við höfum að sjálfsögðu tekið saman nokkrar tillögur að bragðgóðu meðlæti fyrir þig.

Pantaðu tímanlega
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgina þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir vörur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →