Gerðu starfsfólkið ánægt á aðventunni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fátt er skemmtilegra á vinnustöðum en þegar starfsfólkinu er óvænt boðið upp á tertu inni á kaffistofu. Komdu starfsfélögunum á óvart og pantaðu tertu hjá Tertugalleríinu. Jólastjarna Tertugallerísins er vinsæl á aðventunni og kemur öllum í hátíðarskap.

Sunnudagurinn 20. desember er síðasti sunnudagurinn í aðventu. Hefð er fyrir því á aðventunni að kveikja á kertum frá fyrsta í aðventu og fram að þeim síðasta. Hvert kerti á aðventukransinum hefur sína merkingu.

 

Forn aðventa

Orðið aðventa er aldagamalt orð, úr latínu að talið er, og merkir tilkoma. Talið er að orðið hafi verið notað á Íslandi að minnsta kosti frá 14. öld.

Eins og margt í lúterskri trú er aðventan arfleifð úr kaþólskum sið. Á þessum tíma fyrir jólin föstuðu kaþólikkar og átu ekkert kjöt síðustu vikurnar fyrir jól. Á aðfangadag var svo veisla mikil þar sem á borðum var veislukostur á borð við væna flís af feitum sauði.

Nokkrar matarvenjur lifa enn þótt meira en 500 ár séu síðan Íslendingar tóku upp lúterstrú. Þar á meðal eru skötuveislurnar sem tíðkast enn í dag á Þorláksmessu.

 

Fáðu þér tertu

Langt er síðan hætt var að svelta sig í aðdraganda jóla enda algjör óþarfi í samfélagi nútímans. Aðventan á nefnilega að vera tími gleði og hamingju.

Á aðventunni er upplagt að gleðja vinnufélagana með tertusneið og öðru ljúffengu meðlæti frá Tertugalleríinu.

Fáðu þér Jólastjörnu frá Tertugalleríinu fyrir jólin og brostu með starfsfólkinu.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →