Af hverju eru brauðtertur svona vinsælar á norðurlöndunum?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Í opna Facebook hópnum Brauðtertufélag Erlu og Erlu eru núna um 12 þúsund meðlimir. Þar er myndum deilt af girnilegum brauðtertum og áhuginn er greinilega mikill á metnaðarfullum brauðtertum. Tertugallerí hefur núna um langt skeið gert gott mót með brauðtertunum sínum og hafa vinsældirnar stigið jafnt og þétt í takt við endurreisn vinsælda brauðtertunnar eins og sjá má í þessum vinsæla Facebook hóp Brauðtertufélagsins. En hver er ástæðan fyrir því að brauðtertur eru svona vinsælar?


Smørrebrødstærte á dönsku, voileipäkakku á finnsku eða smörgåstårta á sænsku og auðvitað brauðterta á íslensku er framreiðsluaðferð á smurbrauði sem virðist að mestu einangruð við norðurlöndin en hefðina virðist mega að rekja til ársins 1940, eða þar um bil. Erfitt er að segja til um hvernig þróun samlokugerðar leiddist yfir í brauðtertugerð, en það er einmitt það sem gerðist, þetta þróaðist hægt og sígandi. Sirka 20 árum áður voru norðurlandabúar, sérstaklega Svíar, byrjaðir að prófa sig áfram með rausnarlegt smurbrauð, einkum í Jönköping í Svíþjóð en metnaðurinn virðist hafa verið helsti drifkrafturinn fyrir þessari óvenjulegu framreiðslu á smurðu brauði.

Í dag höldum við brauðtertuhefðinni lifandi í Tertugalleríinu með fjölbreyttu úrvali af gómsætum brauðtertum. Tilefni fyrir brauðtertur eru ótæmandi en vilji maður gleðja fjölskylduna, vinina eða vinnufélagana óvænt þá er alveg pottþétt að

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →