Ertu að skipuleggja „Baby Shower“ eða „Steypiboð“?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Baby shower eða eins og við segjum á íslensku „steypiboð“er skemmtileg hefð þar sem fjölskylda og vinir koma saman til að fagna komandi barni og veita verðandi foreldrum stuðning, hamingjuóskir og gjafir. Þetta er dásamlegur tími til að deila gleðinni yfir nýju lífi og veita verðandi foreldrum hagnýt ráð, fallegar minningar og hjálp til að undirbúa sig fyrir stóra stundina.
Steypiboð er yfirleitt haldið nokkrum vikum fyrir fæðingu barnsins og er í flestum tilvikum skipulagt af vinum eða fjölskyldumeðlimum verðandi foreldra. Skipulagið getur verið margbreytilegt, allt frá litlum og látlausum viðburðum til stærri veisluhalda með þema. Algengt er að velja þema sem tengist barninu, eins og ákveðna liti eða sögupersónur sem hjálpar til við að skapa notalega stemningu.
Gjafir, skemmtilegar leikir og ljúffengar veitingar í veislunni
Gjafir eru stór þáttur í steypiboði. Algengt er að gestir færi verðandi foreldrum hagnýtar gjafir eins og bleyjur, fatnað, barnavagna eða leikföng. Sumir velja að sameinast um að gefa stærri gjafir eins og barnabílstól eða húsgögn fyrir barnaherbergið. Gjafirnar eru ekki aðeins tákn um stuðning heldur getur einnig verið mikil hjálp fyrir nýja foreldra þegar barnið kemur í heiminn.
Oft haldnir skemmtilegir leikir sem snúast um barnið og verðandi foreldra. Dæmi um vinsæla leiki eru að giska á kyn barnsins, mæla stærð kvið verðandi móður með borða eða keppa í að skipta á dúkkubleyjum á hraðasta tíma. Þetta skapar hlátur, gleði og létta stemningu sem allir gestir njóta.
Einn af hápunktum steypiboða eru oftar en ekki veisluveigar. Oft er boðið upp á léttar veitingar, kökur eða smárétti sem eru skreyttir í takt við þemað. Sérstök steypiboðs-terta er stundum aðalatriðið og skemmtileg hugmynd er að hafa lítinn glaðning fyrir gesti, eins og kökur eða sælgæti sem þeir geta tekið með sér heim.
Steypiboð er ekki aðeins tækifæri til að færa gjafir, heldur einnig til að samgleðjast og gefa verðandi foreldrum traust og styrk fyrir komandi tímabil. Þetta er sérstök stund þar sem fjölskylda og vinir koma saman til að deila væntingum, spennu og áhyggjum og veita verðandi foreldrum stuðninginn sem þau þurfa á að halda áður en nýr kafli í lífi þeirra hefst.
Steypiboð er í raun meira en bara veisla og kjörið tækifæri til að skapa dýrmætar minningar sem verðandi foreldrar munu muna eftir um ókomin ár. Það er hátíð sem sameinar fólk í gleði og eftirvæntingu og gefur tækifæri til að fagna nýju lífi með stæl og kærleika.
Þú færð steypiboðs-tertuna hjá Tertugalleríinu
Í kringum slíkar veislur þarf oft að viðhafa gott skipulag, sérstaklega ef um er að ræða stóran hóp af fólki sem mætir og fagnar. Þið þurfið ekki að örvænta, því við hjá Tertugalleríinu erum með frábæra lausn á þessu og viljum alltaf liðsinna þegar góða veislu gjöra skal.
Sjálf steypiboðs-tertan er tilvalin til að fullkomna veisluna. Hjá okkur er hægt að fá Gæfutertu, Barnalánstertu og Ljósálfatertu með bleiku eða bláu kremi inn í. Tertur með mynd slá alltaf í gegn en hægt er að setja mynd og/eða texta á þessar tertur sem gæti til dæmis tengst verðandi foreldrum.
Skoðið endilega úrvalið okkar af veitingum fyrir steypuboðið hér!
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum því ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og steypiboðs-veislan er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir steypiboð. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantar tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef pöntun er einhverja hluta vegna ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Barnalánsterta, Barnasturta, Gæfuterta, Ljósálfaterta, Steypiboð