Fagnaðu Hinsegin dögunum með litríkum veitingum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugallerí erum alltaf í hátíðarskapi á Hinsegin dögum. Boðið er uppá alls kyns skemmtanir alla vikuna en hápunkturinn er að sjálfsögðu gleðigangan sem er á laugardaginn.
Nýttu tækifærið og veldu þína mynd á tertuna og komdu gestunum skemmtilega á óvart. Hjá okkur er hægt að fá ljúffengar súkkulaðitertur og bollakökur með áprentaði mynd á sykurmassa. Regnbogafáninn fer tertunum og bollakökunum okkar einstaklega vel. 
Litlu og litríku kleinuhringirnir okkar eru tilvaldir fyrir Hinsegin dagana en það vill svo heppilega til að þeir eru ekki bara fallegir heldur líka einstaklega gómsætir. Sama gildir um Marengsbombuna okkar en þessi púðursykursmarengsterta er með rjómafyllingu, skreytt með marengsbitum, karamellu, súkkulaði og ferskum berjum. Þú getur skoðað allar okkar tertur hér!


Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →