Gómsætar tertur með mynd
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Fátt er vinsælla hjá okkur í Tertugallerí en tertur með mynd. Hvort sem tilefnið er afmæli, fermingar, fyrirtækjaboð eða útskrift eru tertur með mynd eftirsóttar og skemmtilegar. Í mörgum fyrirtækjum tíðkast svokallað föstudagskaffi og þá hefur verið vinsælt að prenta sniðugar og skemmtilegar myndir á tertuna. Skoðaðu úrval okkar hjá Tertugallerí og láttu hugarflugið ráða þegar þú velur mynd á tertuna þína!
Við höfum prentað allt milli himins og jarðar á terturnar. Allt frá heimsþekktum listaverkum, til teiknimyndapersóna. Merki íþróttaliða eru sívinsæl rétt eins og merki fyrirtækja og myndir af afmælisbörnunum sjálfum. Vel þekkt er að prentaðar eru á myndirnar skemmtilegar skopmyndir.
Myndirnar eru prentaðar á marsipan og hafa verður í huga að gæði myndanna verða ekki jafn mikil og þegar prentað er á ljósmyndapappír. Það helgast af því að marsipanið er ljóst og það er grófara. Á móti kemur að myndin er æt og raunar ljúffeng.
Hámarksstærð mynda er um það bil 50x50 cm en sú stærð takmarkast vitaskuld af stærð þeirrar tertu sem pöntuð er. Allar terturnar okkar eru ferskvara og bakaðar fyrir hvern og einn. Því þurfum við tíma til að afgreiða þær. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu.
Deila þessari færslu
- Merki: súkkulaðikaka, súkkulaðiterta, terta, tertur, tertur með mynd