"Baby Shower" eða Steypiboð? Tertan fæst allavega hér!

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Það færist í aukana að íslenskar mæður haldi það sem á ensku kallast "baby shower" en á Íslandi hefur ekki tekist vel að finna góða þýðingu á þennan skemmtilega viðburð sem snýst um að fagna því að barn sé á leiðinni.

Þau orð sem helst hafa verið nefnd til sögunnar á Íslandi eru Steypiboð, Barnasturta og Barnafögnuður. Þau hafa hinsvegar ekki fest sig almennilega í sessi. Hafir þú góða ábendingu þá erum við tilbúin að leggja þér lið með því að taka hana til notkunar hér hjá okkur.

Þar sem Tertugalleríið á vinsælar tertur fyrir steypiboð, eins og við höfum kallað það hingað til, þá getum við líka deilt með ykkur örfáum fróðleiksmolum sem geta nýst við skipulagningu á steypiboði.

1. Tíminn! Hann skiptir einna mestu máli því skipulagning boðsins þarf að vera mjög tímanleg ef steypiboðið fellur á þann tíma ársins þegar flestar vinkonurnar eru uppteknar. Þá getur verið hjálp í því að vita það að samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er algengasti fæðingardagurinn á Íslandi 28. apríl og einnig eru algengar dagsetningar alveg fram í júní en það þýðir að komandi vetrarmánuðir er líklegastir fyrir steypiboð. Um veturinn er fólk minna erlendis en duglegt að mæta á fjölbreytta viðburði til að lyfta sér aðeins í skammdeginu. Sé steypiboðið því að vetri til er mikilvægt að boða til þess mjög tímanlega.

2. Trúnaður. Það er fátt skemmtilegra en að geta komið góðri vinkonu á óvart. Trúnaður og traust í vinkonuhópnum er því mikilvægt og þá hjálpar að halda umfanginu sem einföldustu. Það getur til dæmis komið upp um áætluð veisluhöld ef ein vinkvennanna stendur í ströngu við að baka bláar tertur. Við getum leyst þetta fyrir ykkur þar sem uppáhaldstertan er einfaldlega sótt til okkar, ferskbökuð sama dag og veislan er.

3. Gestalistinn. Hann skiptir auðvitað miklu máli og þá verður vinkonuhópurinn að líta út fyrir sinn nánasta hóp og muna eftir ættingjum, gömlum æskuvinkonum og vinnufélögum til að gera daginn sem eftirminnilegastann.

4. Gjafirnar. Hagnýtar gjafir eru sérlega vinsælar þegar um fyrsta barn er að ræða. Ef móðirin á hinsvegar fleiri börn þá er kannski betri hugmynd að huga að dekurgjöf fyrir hana sjálfa. En, gleymið ekki að huga í framhaldinu af einhverju litlu smotteríi handa systkinum barnsins sem er á leiðinni. Það er ekki verra að fæðast í heiminn með stóru systur eða bróðir á kanntinum sem passar upp á mann.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →