Mini-hamborgarakartöflubrauð á veisluborðið þitt!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Ef þú ert að leita að fullkominni viðbót við veisluborðið, þá eru Mini hamborgarakartöflubrauðin frá Tertugalleríinu frábær kostur sem slær í gegn hjá gestum. Þessi litlu brauð eru ekki aðeins mjúk og bragðgóð, heldur henta í ótal mismunandi veitingar.
Mini hamborgarakartöflubrauð gera litla hamborgarann þinn krúttlegan og einstaklega bragðgóðan og er frábær kostur þegar kemur að undirbúningi veitinga fyrir veislur. Þessi litlu hamborgarakartöflubrauð eru þéttari og mýkri brauð og töfra fram eiginleika íslensku kartöflunnar. Hamborgarakartöflubrauðin eru einstaklega mjúk og bragðgóð og haldast fersk lengur en hefðbundin hamborgarabrauð. Það sem gerir þau að enn betri kost er fjölhæfni þeirra; þau eru fullkomin fyrir litla hamborgara, samlokur eða sem grunnur fyrir ljúffenga og fjölbreytta forrétti.
Þar sem Mini hamborgarakartöflubrauðin eru lítil í sniðum er auðvelt að búa til fjölda mismunandi rétta með lítilli fyrirhöfn. Þetta gerir þau hagkvæm þegar undirbúa þarf veislur. Þar að auki henta þau vel fyrir gesti sem vilja smakka á fjölbreyttum mat í smærri skömmtum, sem er sérstaklega vinsælt í kokteilboðum og veislum.
Að nýta Mini hamborgarakartöflubrauð í veislur er því bæði einföld og ljúffeng lausn sem gerir matreiðsluna auðveldari og fjölbreyttari. Mini hamborgarakartöflubrauðin eru afhent frosin og pökkuð og koma saman 120 stk. saman í kassa.
Hvort sem þú ert að halda barnaafmæli, boða til vinafagnaðar eða skipuleggja starfsmannafund, þá tryggja Mini hamborgarakartöflubrauðin fjölbreytileika og einfaldleika í framreiðslu. Þau eru fljótleg og þægileg í notkun, sem sparar þér tíma í undirbúningi án þess að slaka á gæðum.
Smáréttir fyrir þitt tilefni
Við hjá Tertugalleríinu viljum gefa þér nokkrar einfaldar og ljúffengar hugmyndir, þar sem Mini hamborgarakartöflubrauðin fá að njóta sín í mismunandi útfærslum af smáréttum.
Mini-borgari: Settu saman litla hamborgara með hamborgarakjöti, fersku salati og bræddum osti. Bættu við gourmet-sósum til að gera þá ógleymanlega.
BBQ-borgari: Settu saman litla hamborgara með hamborgarakjöti, bráðnum cheddarosti, stökkum beikonsneiðum og BBQ-sósu. Toppaðu með söxuðum rauðlauk og smá klettasalati fyrir ferskt bragð.
Grænmetis-borgari: Notaðu brauðin sem grunn fyrir grænmetisborgara eða fylltu þau með hummus, lárperu og grilluðu grænmeti.
Ítalskur-borgari: Bættu ofan á brauðið ferskum mozzarellaosti, sólþurrkuðum tómötum, grænu pestó og ferskri basilíku.
Rækju-borgari: Fylltu brauðið með rækjum, majónesi og sáldraðu sítrónusafa yfir og skreytti með steinselju fyrir léttan sjávarrétt.
Nutella-borgari: Smurðu báðar innri hliðar af brauðinu með Nutellakremi, bættu við niðurskornum jarðarberjum og hindberjum og stráðu smá flórsykri yfir og lokaðu borgaranum.
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.