Pantaðu marsípantertu á alþjóðlega marsípandeginum!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Lífið býður upp á ótal mörg tilefni til að fagna. Fagnaðarefnið getur verið allt frá stórum áföngum eins og afmælum og brúðkaupum til smærri tilefna eins og góðs kaffibolla eða fallegs sólarlags. Það að fagna tilefnum, stórum sem smáum getur haft jákvæð áhrif á líðan okkar og tengsl við aðra.

Fögnuður minnir okkur á að meta augnablikið og dýrmætu stundirnar í lífinu. Þegar við stöldrum við og gefum okkur tíma til að fagna, eykst þakklæti okkar og við verðum meðvitaðri um jákvæða hluti í kringum okkur. Þetta getur hjálpað okkur að takast á við áskoranir og viðhalda jákvæðu hugarfari.

Að fagna sameinar fólk, hvort sem það er fjölskyldukvöld, vinahittingur eða fögnuður í vinnunni og þessar stundir styrkja styrkja tengslin milli okkar. Þær skapa minningar og efla samkennd sem er mikilvæg fyrir vellíðan okkar.

Það er ekki nauðsynlegt að bíða eftir stórum áfanga til að fagna heldur geta smærri tilefni eins og að ljúka verkefni, ná markmiði, skemmtilegur alþjóðadagur eða einfaldlega njóta dagsins verið jafn eftirminnileg og dýrmæt.

Alþjóðlegi marsípandagurinn getur verið tækifæri til fagnaðar

Alþjóðlegi marsípandagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim sunnudaginn 12. janúar og er hann tilvalið tækifæri til að fagna, njóta góðgætis og gleðja bragðlaukana. Við hjá Tertugalleríinu mælum sérstaklega með marsípantertunum okkar, þær eru eins ljúffengar og þær eru glæsilegar og hægt er að prenta myndir á terturnar og setja á þær texta að eigin vali.

Marsípanterturnar eru með svampbotni, frómas-fyllingu og ávöxtum, prýddar fallegum sykur- og súkkulaðiskreytingum og eru fáanlegar í fjórum bragðtegundum; súkkulaði-frómas með kokteilávöxtum, jarðarberja-frómas með jarðarberjum, Irish Coffee-frómas með kokteilávöxtum og karamellu og Daim-frómas með kokteilávöxtum.

Form og stærðir marsípanstertanna eru fjölbreyttar og er hægt að fá þær fyrir 25 manns (27,5x35,5 cm), 30 manns (29x40,5cm) og 40 manns (34,5x43,5 cm).

Einnig er tilvalið að bjóða upp á kransaköku á alþjóðlega marsípandeginum. Kransakökur Tertugallerísins eru ljúffengar, fagurlega skreyttar og á sérstaklega góðu verði.

Við bjóðum upp á nokkrar útfærslur af kransakökunni eins og ljúffenga og fallega skreytta sjö hringja kransakörfu fyrir 15 manns, eða öðruvísi 20 manna kransaskál skreytta með ferskum berjum og súkkulaði. Svo er það sígilda og reisulega 30 manna kransakakan sem skreytt er með hvítum glassúr, ferskum berjum og súkkulaðiskrauti.

Kransablóm Tertugallerísins hafa lengi verið vinsæl. Við eigum fjórar gerðir af kransablómum. Ein gerðin er með safaríkum jarðarberjum, önnur er með kokteilberjum, sú þriðja er með dökkum súkkulaðihjúp og fjórða kransablómið er með valhnetum. Þú getur einnig fengið litla kransabita sem koma 20 stykki saman í fallegum poka.

Gríptu tækifærið til að fagna á þessum degi. Skelltu þér í sælkerastemmningu og fagnaðu með ljúffengum marsípantertum frá Tertugallerí.

Gleðilegan marsípandag!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantið tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla