Súkkulaðikaka í afmælisveisluna ykkar
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Súkkulaðikaka hefur verið nauðsynleg í hverri afmælisveislu í gegnum tíðina. Flest þekkjum við tilfinninguna að blása á kerti á ljúffengri súkkulaðiköku og eigum góðar minningar um það. Súkkulaðikakan með kertunum var yfirleitt aðalatriðið á veisluborðinu.
Þegar kemur að undirbúningi afmælisins vilja margir verja tímanum í annað en baksturinn sjálfan og kjósa því að panta súkkulaðitertuna. Við hjá Tertugalleríinu viljum alltaf leggja okkar af mörkum og liðsinna heimilinu, sama hvert tilefnið er getum við séð um baksturinn og þannig létt ykkur undirbúninginn.
Úrvalið af afmæliskökum og tertum er mjög gott og fjölbreytt hjá okkur og hægt er að fá eitthvað við flestra hæfi. Það er gífurlega vinsælt hjá afmælisbörnum sem panta súkkulaðikökur hjá okkur að fá að panta súkkulaðiköku með merki uppáhalds íþróttafélagsins, eða að senda inn mynd af eigin vali til að setja á súkkulaðikökuna.
Bragðgóðu súkkulaðikökurnar okkar með áprentaðri mynd og skreytt nammi er hægt að fá fyrir 15 manns, 30 manns eða 60 manns, og eru á mjög hagstæðu verði.
Það verður engin svikinn af bragðgóðu súkkulaðikökunum okkar. Munið bara að panta tímanlega!