Fréttir — Pantaðu tímanlega
Veisluveigar frá Tertugallerí eru augnkonfekt á veisluborðinu þínu!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Fallegar kökuveitingar á veisluborði eru sannkallað augnkonfekt sem gleður bæði augað og bragðlaukana. Þegar kemur að því að stilla upp tertum og kökum ásamt smástykkjum á veisluborðinu er margt sem skiptir máli til að skapa ógleymanlega upplifun fyrir gestina þína. Vel valdar veisluveigar geta orðið miðpunktur veislunnar og bæta við hátíðleika og gleði fyrir bæði þig og þína gesti. Ímyndaðu þér fallega skreytta marengstertu með ferskum ávöxtum eða litríkar makkarónur sem raðað er á spegil sem endurspeglar ljósið í herberginu. Þessar veisluveigar eru ekki aðeins dásamlega bragðgóðar heldur líka einstaklega fagurfræðilegar og gera veisluborðið þitt eftirminnilegt. Smáatriðin skipta miklu máli...
- Merki: Augnkonfekt, Pantaðu tímanlega, Veisluveigar
Tertugalleríið er með þér í liði um verslunarmannahelgina
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í ár er hún dagana 2.-5. ágúst. Í kringum verslunarmannahelgina eru ferðalög algeng þar sem vinir og vandamenn sameinast og búa til minningar í gegnum gleðistundir. Þá er mikilvægt að gleyma ekki að gera vel við sig og mæta til leiks með ljúffengar kræsingar sem slá í gegn hjá ferðafélögum þínum. Sælkerasalötin frá Tertugalleríinu auðvelda þér fyrirhöfnina á ferðalaginu og eru fullkomin fyrir brauðtertuna, rúllutertubrauðið, á kexið, á samlokuna eða hreinlega með niðurskornu grænmeti. Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg. umbúðum og er hægt að velja um skinku-, túnfisk- eða rækjusalat. Ef þú vilt...
- Merki: Pantaðu tímanlega, Rækjusalat, Skinkusalat, Sælkerasalat, Tilefni, Túnfisksalat, Verslunarmannahelgin, Þitt eigið tilefni
Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að vera gefið nafn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast eða vera gefið nafn. Oft talað um að skírnin eða nafngjöfin sé einn af fallegustu viðburðum í lífi nýbakaðra foreldra og fjölskyldna þeirra, enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita. Barni má gefa nafn við skírn í þjóðkirkjunni eða skráðu trúfélagi/lífsskoðunarfélagi, með tilkynningu til Þjóðskrár Íslands þar sem annað foreldri fyllir út nafngjöf/skírn skráning og hitt staðfestir með nafngjöf/skírn staðfesting, eða með tilkynningu um nafngjöf til prests eða forstöðumanns skráðs trúfélags/lífsskoðunarfélags. Hvað á barnið að heita? Það getur verið flókið að velja nafn á lítið kríli sem...
- Merki: Nafnagjöf, Nafnaveisla, Pantaðu tímanlega, Skírn, Skírnarterta, Skírnarveisla, Tilefni, Þitt eigið tilefni
Brúðartertur Tertugallerísins
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sumarið er tími brúðkaupa og við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á mikið úrval af tertum fyrir brúðkaupsveisluna. Þeir sem ætla að ganga í hjónaband í sumar eru flestir komnir vel á veg með skipulagninguna, enda í mörg horn að líta og margt sem þarf að ákveða. Brúðkaup krefjast skipulagningar og hafa mörg tilvonandi hjón legið yfir gestalistum, uppskriftum, matseðlum og drögum að skreytingum í allan vetur. Tertugalleríið liðsinnir ykkur í undirbúningnum Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar brúðartertur og aðrar veitingar á hagstæðu verði fyrir brúðkaupsveisluna. Við viljum endilega fá að liðsinna ykkur í undirbúningnum með því...
- Merki: Ástin, Brúðarterta, Brúðartertur, Brúðkaup, Brúðkaupsterta, Pantaðu tímanlega, Sumarið
Fagnaðu sjómannadeginum með tertum frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Á sunnudaginn verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Þá fögnum við starfi, hetjudáð og fórnfýsi sjómanna. Í Reykjavík og á Ísafirði var sjómannadagurinn fyrst haldinn hátíðlegur 6. júní 1938 og breiddust hátíðahöldin fljótt um sjávarbyggðir landsins, en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða Í dag er sjómannadagurinn er fjölskylduhátíð sem fjallar um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengda sjómennsku, skip, sjómenn, fisk, ýmsan fróðleik og sjómannalögin góðu hljóma víða í bland við góða skemmtun og þéttskipaða dagskrá. Fagnaðu sjómannadeginum með ómótstæðilegum marengstertum Eins og flestir vita eru oft...
- Merki: Banana, Banana- og kókosbomba, Htrísmarengsbomba, Marengsbomba, Marengsterta, Pantaðu tímanlega, Sjómannadagurinn, Sjómenn, Veisluveigar, Þitt tilefni