Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að vera gefið nafn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast eða vera gefið nafn. Oft talað um að skírnin eða nafngjöfin sé einn af fallegustu viðburðum í lífi nýbakaðra foreldra og fjölskyldna þeirra, enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita.
Barni má gefa nafn við skírn í þjóðkirkjunni eða skráðu trúfélagi/lífsskoðunarfélagi, með tilkynningu til Þjóðskrár Íslands þar sem annað foreldri fyllir út nafngjöf/skírn skráning og hitt staðfestir með nafngjöf/skírn staðfesting, eða með tilkynningu um nafngjöf til prests eða forstöðumanns skráðs trúfélags/lífsskoðunarfélags.
Hvað á barnið að heita?
Það getur verið flókið að velja nafn á lítið kríli sem er á leiðinni eða er nýfætt. Flestir ganga undir sama nafni alla ævi og því ábyrgð falin í því að velja nafn við hæfi. Nöfnin eru mörg og misjöfn og geta foreldrar valið úr löngum lista.
Á Íslandi er sú regla í gildi að aðeins má gefa barni nafn sem er að finna á mannanafnaskrá, en á mannanafnaskrá er hægt að finna öll samþykkt íslensk eiginnöfn og millinöfn, auk nafna sem mannanafnanefnd hefur hafnað. Ef gefa á barni nafn sem ekki er að finna á mannanafnaskrá verður að sækja um samþykki til mannanafnanefndar.
Á Íslandi gildi reglur um íslensk mannanöfn sem segja meðal annars að nöfn skuli taka eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í málinu, falla að íslensku málkerfi og ritvenjum og ekki valda þeim ama sem það ber. Auk þess að hver einstaklingur geti ekki borið fleiri en þrjú eiginnöfn.
Algengustu nöfnin á Íslandi
Á Íslandi öllu búa nú 404.289 einstaklingar, þar af 209.728 karlar, 194.372 konur og 189 kynsegin/annað. 10 algengustu nöfnin á Íslandi í þjóðskrá eru eftirfarandi:
- Anna 6.294
- Jón 5.576
- Guðrún 4.905
- Sigurður 420
- Guðmundur 4.190
- Kristín 3.868
- Gunnar 3.493
- Sigríður 3.471
- Margrét 162
- Helga 3.053
10 algengustu eiginnöfn karla:
- Jón
- Sigurður
- Guðmundur
- Gunnar
- Ólafur
- Kristján
- Einar
- Magnús
- Stefán
- Jóhann
10 algengustu eiginnöfn kvenna:
- Anna
- Guðrún
- Kristín
- Sigríður
- Margrét
- Helga
- Sigrún
- Ingibjörg
- María
- Jóhanna
Leyfðu Tertugalleríinu að liðsinna þér í aðdraganda veislunnar
Skírnar- eða nafngjafaveisla er stór stund enda mun barnið bera nafnið um aldur og ævi. Foreldrar vilja yfirleitt bjóða upp á eftirminnilegt og fallegt veisluborð á svo stórum augnablikum í lífi sínu og barnsins.
Skírnar- og nafngjafartertur Tertugallerísins eru glæsilegar gæðatertur á góðu verði og eru einstaklega fallegar á veisluborðið á þessum merkisdegi.
Tertugalleríið býður upp á mikið úrval af veisluveigum fyrir ykkar skírnar- eða nafngjafaveislu. Við höfum tekið saman á einn stað úrval af veitingum sem henta vel, en í vefverslun okkar getur þú einnig fundið gott úrval af ljúffengum veisluveigum sem þú gætir viljað bjóða upp á í skírnar- eða nafngjafaveislunni hjá þínu barni.
Skírnar- og nafngjafatertur Tertugallerísins eru glæsilegar gæðatertur á góðu verði. Skoðaðu og pantaðu hér.
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga sérstaklega þegar tertur eru pantaðar!
Pantið tímanlega
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímanlega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar þínar. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Nafnagjöf, Nafnaveisla, Pantaðu tímanlega, Skírn, Skírnarterta, Skírnarveisla, Tilefni, Þitt eigið tilefni