Fréttir — súkkulaðikaka

Lúsíuhátíðin

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við Íslendingar höfum verið duglegir að ættleiða erlendar hefðir á undanförnum árum. Þannig eru æ fleiri veitingastaðir farnir að bjóða upp á gómsætan þakkargjörðarmáltíðir og hrekkjavakan er komin til að vera. Flestar þessara hefða koma frá Bandaríkjunum en sumar koma frá Norðurlöndunum eins og lúsíuhátíðin sem er farin að ryðja sér til rúms hér á landi.

Lestu meira →

Tertugallerí bakaði afmælistertu Smáralindar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugallerí státum okkur af því að ekkert verk sé of lítið og ekkert of stórt fyrir okkur. Við afgreiðum allt frá einni tertu með kaffinu til risa terta og hikum ekki við neitt verk. Þetta sannaðist á dögunum þegar við bökuðum gómsæta súkkulaðitertu fyrir Smáralind, sem fagnaði 15 ára afmæli sínu.

Lestu meira →

Gómsætar tertur með mynd

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fátt er vinsælla hjá okkur í Tertugallerí en tertur með mynd. Hvort sem tilefnið er afmæli, fermingar, fyrirtækjaboð eða útskrift eru tertur með mynd eftirsóttar og skemmtilegar. Í mörgum fyrirtækjum tíðkast svokallað föstudagskaffi og þá hefur verið vinsælt að prenta sniðugar og skemmtilegar myndir á tertuna. Skoðaðu úrval okkar hjá Tertugallerí og láttu hugarflugið ráða þegar þú velur mynd á tertuna þína!

Lestu meira →

Allt fyrir afmælið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er gaman að eiga afmæli, það vita allir. Það er sérstaklega gaman á sumrin þegar veðrið leikur við okkur og fuglasöngur fyllir loftin. Tertugallerí Myllunnar býður upp á allar veitingar sem hægt er að hugsa sér fyrir afmæli, hvort sem er að sumri eða vetri.

Lestu meira →

Terta í tjaldinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú er hásumar og margir eru á ferð og flugi um landiðFlestir halda mest upp á þennan tíma ársins og vilja nýta hann til fullnustu, hvort sem það er með garðveislu heima, notalegum dögum í bústað eða hoppi á milli tjaldsvæða í leit að besta veðrinu. Komdu ferðalöngunum á óvart og vertu með tertu frá Tertugallerí í farangrinum!

Lestu meira →