Fréttir — Þitt eigið tilefni
Fagnaðu degi íslenskrar tungu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Dagur íslenskrar tungu er árlegur hátíðisdagur sem haldinn er þann 16. nóvember til að heiðra og fagna íslensku tungumáli og arfleifð þess. Dagsetningin er valin til að minnast fæðingardags Jónasar Hallgrímssonar, eins áhrifamesta skálds og náttúrufræðings Íslands á 19. öld, sem átti stóran þátt í þróun og mótun íslenskrar tungu með sínum ritverkum. Á degi íslenskrar tungu eru haldnir fjölmargir viðburðir víða um land, þar á meðal upplestrar, fyrirlestrar og skemmtanir sem tengjast tungumálinu. Á þessum degi eru einnig veittar sérstakar viðurkenningar fyrir framlag til varðveislu og þróunar íslenskrar tungu. Þessi viðurkenning er mikilvæg hvatning fyrir þá sem hafa lagt...
- Merki: Dagur íslenskrar tungu, Fagnaðu degi íslenskrar tungu, Pantaðu tímanlega, Súkkulaðiterta, Tilefni, Þitt eigið tilefni
Tertugalleríið er með þér í liði um verslunarmannahelgina
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í ár er hún dagana 2.-5. ágúst. Í kringum verslunarmannahelgina eru ferðalög algeng þar sem vinir og vandamenn sameinast og búa til minningar í gegnum gleðistundir. Þá er mikilvægt að gleyma ekki að gera vel við sig og mæta til leiks með ljúffengar kræsingar sem slá í gegn hjá ferðafélögum þínum. Sælkerasalötin frá Tertugalleríinu auðvelda þér fyrirhöfnina á ferðalaginu og eru fullkomin fyrir brauðtertuna, rúllutertubrauðið, á kexið, á samlokuna eða hreinlega með niðurskornu grænmeti. Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg. umbúðum og er hægt að velja um skinku-, túnfisk- eða rækjusalat. Ef þú vilt...
- Merki: Pantaðu tímanlega, Rækjusalat, Skinkusalat, Sælkerasalat, Tilefni, Túnfisksalat, Verslunarmannahelgin, Þitt eigið tilefni
Pantaðu súkkulaðitertu fyrir afmælisdaginn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugalleríinu vitum að það er að mörgu að huga þegar kemur að skipulagningu fyrir afmælisveisluna og hvort sem fagna á stórafmæli í stórum hópi eða halda litla veislu þá er terta frá Tertugalleríinu alltaf tilvalin á veisluborðið. Við erum alltaf tilbúin að liðsinna þér í afmælisundirbúningnum. Hjá Tertugalleríinu er auðvelt að panta og enn auðveldara að bjóða upp á. Við setjum súkkulaðitertuna á fallegan gylltan pappa sem auðveldar þér að bera fram og er einstaklega fallegt á veisluborði. Súkkulaðiterta fyrir afmælið þitt 20 manna, þriggja laga Ameríska súkkulaðitertan er algjörlega sígild og er tilvalin við nánast hvaða tækifæri...
- Merki: Afmæli, Súkkulaðikaka, Súkkulaðiterta, Tilefni, Þitt eigið tilefni
Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að vera gefið nafn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast eða vera gefið nafn. Oft talað um að skírnin eða nafngjöfin sé einn af fallegustu viðburðum í lífi nýbakaðra foreldra og fjölskyldna þeirra, enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita. Barni má gefa nafn við skírn í þjóðkirkjunni eða skráðu trúfélagi/lífsskoðunarfélagi, með tilkynningu til Þjóðskrár Íslands þar sem annað foreldri fyllir út nafngjöf/skírn skráning og hitt staðfestir með nafngjöf/skírn staðfesting, eða með tilkynningu um nafngjöf til prests eða forstöðumanns skráðs trúfélags/lífsskoðunarfélags. Hvað á barnið að heita? Það getur verið flókið að velja nafn á lítið kríli sem...
- Merki: Nafnagjöf, Nafnaveisla, Pantaðu tímanlega, Skírn, Skírnarterta, Skírnarveisla, Tilefni, Þitt eigið tilefni
Fagnaðu þjóðarhátíðardeginum með hnallþóru frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Nú styttist í þjóðhátíðardag Íslands þar sem við minnumst þess að þennan dag árið 1944 fékk Ísland fullt sjálfstæði. Sagan á bak við 17. júní er löng og hefur margt gerst í gegnum tíðina sem tengist þessum degi. Flestir vita að samtímis því og sjálfstæði þjóðarinnar er fagnað á 17. júní er þess minnst að Jón Sigurðsson, stundum kallaður forseti og talin helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttu þeirra, fæddist á þessum degi á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 1811. þann 17. júní árið 1944, innsiglaði Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins Íslands, sjálfstæði þjóðarinnar á Þingvöllum og staðfesti hann þar fyrstu stjórnarskrá...
- Merki: 17. júní, Banana- og kókosbomba, Hnallþóra, Hrísmaremgsbomba, Marengsbomba, Tilefni, Þitt eigið tilefni, Þjóðhátíðardagurinn, Þjóðhátíðarkaffi