Tertugalleríið í hátiðarskapi fyrir þorrann
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugalleríinu erum að sjálfsögðu prúðbúin og í hátiðarskapi fyrir hið árlega þorrablót landsmanna. Fyrir þá sem fara varlega í sjálfan þorramatinn er gott að bjóða upp á klassísku gómsætu brauðterturnar, smurbrauðið og tapassnyttur. Ómissandi er að bjóða uppá Marengsbombuna og Piparlakkrístertuna með kaffinu. Pantaðu strax í dag!
Til að undirbúa þorran tókum við okkur til og lásum um þorrann. Vísindavefur Háskóla Íslands er góð heimild en þar er farið yfir meðal annars hvað mánaðarheitið þorri þýðir og hversu gömul þorrablótin eru svo einhver dæmi séu nefnd.
Okkur fannst sögurnar strax forvitnilegar og lásum fjölmargar heimildir og gaman er segja frá því að þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlum íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19. -26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll.
"Segir að þau þorri og góa (áður Gói) voru gerð að hjónum í síðari alda heimildum en börn þeirra voru einmánuður og harpa (Jón Árnason II:551). Húsbændur áttu að „fagna þorra“ eða „bjóða þorra í garð“. Það áttu þeir að gera með því að fara fyrstir á fætur fyrsta dag í þorra. Þeir áttu að fara út á skyrtunni einni og vera bæði berlæraðir og berfættir en fara í aðra buxnaskálmina og láta hina lafa eða draga hana á eftir sér. Þeir áttu að ljúka upp bænum, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn og bjóða þorra velkominn til húsa. Þorra var síðan fagnað með því að bjóða til veislu." (vísindavefur Háskóla Íslands; https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58509)
Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.