Einfaldaðu ferminguna með gjafakorti

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Gjafakort geta verið til margra hluta gagnleg. Þau geta komið sér vel fyrir afa og ömmur sem vilja hjálpa til við fermingu barnabarna sinna. Þau geta til dæmis keypt gjafakort fyrir ákveðna upphæð hjá okkur í Tertugalleríinu sem dugar upp í kransaköku.

Hún er stór stundin í lífi hvers barns þegar það stendur í kirkjukórnum og játar almættinu trú sína. Við ferminguna stíga þau stórt skref frá því að vera börn yfir í að verða ungmenni. Fyrir aðra er þetta staðfesta í trúnni frammi fyrir öðrum.

Langur vegur er að baki og heilmikið tilstand, námskeið í kirkjunni og fatakaup. Legið hefur verið lengi yfir uppskriftum og skreytingum og öllu því sem prýðir fermingarveislur.

En það hefur ætíð verið mjög dýrt að ferma börn og hafa margar fjölskyldur safnað lengi fyrir veislunni, kökunum og skreytingunum. Sumir leigja jafnvel sal undir herlegheitin.

Afar og ömmur og stundum nánasta fjölskylda vilja oft létta undir með foreldrum fermingarbarnsins. Þau bjóðast oft til að baka, kaupa hráefni í kökur og tertur nú eða kaupa tilbúnar tertur. Hver aukahönd hefur mikið að segja við fermingarundirbúninginn.

Við hjá Tertugalleríinu höfum búið til gjafakort sem gefa má við ýmis tækifæri. Gjafakort eru einföld og góð, létta undir í lífinu og geta verið ávísun á gómsæta tertusneið.

Hægt er að kaupa gjafakort Tertugallerísins fyrir misháar fjárhæðir eða allt frá 2.000 krónum til 20.000 króna.

Kíktu á vef Tertugallerísins. Það er aldrei að vita nema þú finnir eitthvað sem getur létt undir með þér eða þínum nánustu.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →