Kransablóm í garðveislu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

 


Kannski er það vegna þess hve íslensku sumrin eru stutt og köld að garðveislur hafa ekki rutt sér til rúms í miklu mæli á Íslandi. Undanfarnir dagar hafa þó heldur betur gefið tilefni til hanastéla og garðveislna.

 

Vart fyrirfinnast þau hanastél og garðveislur þar sem kælt hvítvín og kampavín eru langt undan enda fara þau yfirleitt fram undir heiðum himni og í góðu veðri.

Kampavín og kransakökur hafa löngum farið mjög vel saman. Hér áður fyrr var þetta jafnvel veitt í fermingarveislum og stundum er þetta á boðstólnum þegar þjóðhöfðingjar koma í opinberar heimsóknir.

Fyrir þá sem vilja slá upp óformlegri veislu án þess að þurfa eitthvað sérstakt tilefni er tilvalið að slá upp garðveislu fyrir vini og vandamenn.

Komdu vinum og ættingjum á óvart og skelltu í eina garðveislu því áður en við vitum er sumarið liðið, allt of fljótt eins og alltaf.

Kynntu þér úrvalið af kransablómum hjá Tertugalleríinu.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →