Njóttu í páskafríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Páskar á Íslandi eru samofnir trúarhefðum, kyrrð náttúrunnar og fögnuði yfir vordögunum sem færast nær. Páskahátíðin er á næsta leiti og markar upphaf helgustu hátíð kristinna manna. Hátíðin er jafnframt mikilvægasta kirkjuhátíð ársins og táknar bæði þjáningu og upprisu Krists og þar með vonina um nýtt líf og nýja byrjun.
Í kristinni hefð hefjast páskar með föstudeginum langa, sem minnir á krossfestingu Jesú og ná hámarki á páskadag, þegar upprisa hans er fögnuð. Þessa hátíðisdaga halda margar íslenskar kirkjur í hávegum með helgistundum, tónleikum og fjölskylduguðsþjónustum.
Í dag taka margir þátt í páskahátíðinni óháð trúarafstöðu og líta á hana sem tíma til að njóta með fjölskyldu, vinum og vandamönnum, en einnig til að slaka á, endurnýja kraftinn og borða páskaegg.
Það er einnig ríkjandi hefð að fjölskyldur, vinir og vandamenn hittast yfir páska. Enda fríið langt, einir sex dagar frá grunnskólum. Þegar fólkið þitt kemur saman er tilvalið að bjóða upp á tertur frá Tertugalleríinu.
Gulrótarterta Tertugallerísins
Það er fátt eins páskalegt og gulrótarterta Tertugallerísins. Gulrótartertan er það ljúffeng að ómögulegt er að standast hana. Gulrótartertan okkar er gerð úr gulrótartertubotni, rjómaostakremi og er fallega skreytt með appelsínugulum súkkulaðispæni og kemur í ýmsum stærðum og útfærslum.
Gulrótaterturnar okkar eru sívinsælar, því þær eru bragðgóðar og þétt áferðin fellur flestum í geð. Hægt er að panta 15 manna gulrótartertu, en einnig í stærri sölueiningum og kemur tertan skorin í sneiðar og tilbúin beint á veisluborðið þitt. Hægt að skera tertuna í 40, 60 og 80 sneiðar.
Þar að auki bjóðum við upp á frískandi gulrótarbita með ostakremi, sem koma 40 stykki saman í kassa.
Ef þú ert að fara að halda páskaboð þá er gott að geta boðið upp á gómsæta tertu eða annað meðlæti frá Tertugalleríinu.
Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta.
Mundu bara að hafa í huga afgreiðslutíma Tertugallerís yfir páskana sem eru eftirfarandi: (pantanir í vefverslun tekur mið af þessum breyttum tímum)
• Sunnudagurinn 13. apríl (Pálmasunnudagur) | Opið 9:00-12:00
• Fimmtudagurinn 17. apríl (Skírdagur) | Opið 9:00-12:00
• Föstudagurinn 17. apríl (Föstudagurinn langi) | Lokað
• Sunnudagurinn 20. apríl (Páskadagur) | Lokað
• Mánudagurinn 21. apríl (Annar í páskum) | Opið 9:00-12:00
• Fimmtudagurinn 24. apríl (Sumardagurinn fyrsti) | Opið 9:00-12:00
Aðrir dagar eru með hefðbundin opnunartíma.
Deila þessari færslu
- Merki: gulrótarbitar, gulrótarterta, Páskahátíð, Páskar 2025