Mundu eftir Tertugalleríinu fyrir jólahlaðborðið

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Nóvember er genginn í garð og þá er sennilega öllum orðið óhætt að leyfa sér að hlakka til jólanna. Yfir landsmenn dynja núna auglýsingar um jólahlaðborð og jólatónleika og fyrstu jólalögin eru byrjuð að heyrast í útvarpinu. Framundan er sá tími sem miklvægast er að hleypa smá gleði og birtu í líf sitt. Jóladrykkirnir eru einnig komnir í verslanir og ljóst er að næstu vikur verða þétt setnar jólahlaðborðum fyrirtækja og stofnana.

En vinnustaðir eru af öllum stærðum og gerðum og ekki hentar alltaf að halda jólahlaðborðið á veitingastöðum eða í sölum. Það færist því í aukanna að starfsfólk haldi jólahlaðborðin í fyrirtækjunum sjálfum og geri í staðinn vel við sig í veitingum og skemmtiatriðum. Ef halda á jólahlaðborð í vinnunni þá er gott að eiga Tertugalleríið að. Hjá okkur fæst fullt af réttum sem henta vel með jólahlaðborðinu en um jólin er vinsælast að panta hjá okkur kransakökur, kleinur og auðvitað brauðtertur sem eru rammíslenskar og henta vel með hlaðborðsréttum.

Skoðaðu úrvalið af kransakökum hjá Tertugallerínu og mundu að þær henta líka mjög vel fyrir styttri viðburði í fyrirtækinu, til dæmis að minna í hádeginu á miðvikudegi á jólahlaðborðið sem verður haldið á föstudeginum þar á eftir. Hér sérðu úrvalið af jólahátíðlegum kransakökum.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →