Styttist í Eurovision!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Í næstu viku er Eurovision og því vægast sagt tilefni til að fagna með fólkinu sínu með dásamlegum veitingum frá Tertugallerí. Eurovision hátíðin skiptist í þrjú kvöld, þ.e.a.s. tvær undankeppnir sem eru 8. og 10. maí og síðan lokakvöldið sjálft sem er á laugardaginn 12. maí. Ari Ólafsson keppir fyrir hönd Íslands með laginu Our Choice en hann er annar á svið í fyrri undankeppninni. Við hjá Tertugallerí óskum Ara alls hins besta og góðs gengis í keppninni.
Það er fátt skemmtilegra en að vera í góðra vina hópi og ekki skemmir að vera með enn betri veitingar. Við hjá Tertugallerí viljum auðvelda þér fyrirhöfnina fyrir Eurovision partýið og höfum því tekið saman nokkrar veitingar sem eru tilvaldar í Euroveisluna.
Fyrst og fremst eru það snitturnar okkar en við erum með guðdómlegar tapas-, og kokteilsnittur sem slá alltaf í gegn. Við bjóðum upp á 12 mismunandi tegundir af snittum, 5 gerðir af tapas snittum og 7 tegundir af kokteilsnittum en þar á meðal má að sjálfsögðu finna vegan valkosti. Terturnar frá Tertugallerí eru alltaf nýbakaðar af meisturum okkar. Skreyttar fallega af alúð og sér í lagi bragðgóðar. Franska súkkulaðikakan okkar, Banana og kókosbomban, Hrísmarengsbomban og Piparlakkrístertan okkar eru algjört lostæti og einnig fullkomnar í Eurovision partýið.
Gerðu Eurovision kvöldin hátíðleg með lítilli fyrirhöfn og pantaðu veitingar frá Tertugallerí.
Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Deila þessari færslu
- Merki: marengsbomba, marengsterta, súkkulaðiterta, Veisla, þitt tilefni