Útskriftarveislan

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Öllum stóráföngum í lífi einstaklingsins ber vissulega að fagna og eru útskriftir úr framhaldsskóla og háskóla engin undantekning á því. Nú styttist óðum í útskriftir og viljum við hjá Tertugallerí að auðvelda ykkur fyrirhöfnina á veislunni með að taka saman veitingar sem eru tilvaldar fyrir útskriftina. Eina sem þú þarft að gera er að panta og sækja!
Kokteil og tapas snittur eru tilvaldar í útskriftinarveisluna en við bjóðum upp á 12 mismunandi tegundir af snittum. Um er að ræða 5 gerðir af tapas snittum og 7 tegundir af kokteilsnittum en þar á meðal má að sjálfsögðu finna vegan valkosti. Annað smurbrauð má finna hér.
Gullfallegar og bragðgóðar marengstertur, súkkulaðitertur, bollakökur og marsípanveislur má finna inná vefsíðu okkar en hægt er að skoða allt tertaúrval okkar hér. Við hjá Tertugallerí bjóðum einnig upp á skreyttar og óskreyttar kransakökur, kransaskál og kransakörfu sem eru allar einstaklega fallegar. Auðveldaðu þér fyrirhöfnina, njóttu dagsins og pantaðu veitingar fyrir útskriftina frá Tertugallerí.

Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →