Þjóðhátíðarveisla Tertugallerísins

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann


Nú er þjóðhátíðardagur Íslendinga á næsta leiti og því ber að fagna. 17. júní er mánudaginn næsta og þar sem þetta er frídagur fyrir flesta er alveg ráðlagt að bjóða fólkinu sínu kökur og kræsingar með kaffinu.

Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á sérstaka súkkulaðitertu með íslenska fánanum, en þessi súkkulaðidásemd samanstendur af einföldum súkkulaðibotn, ljúffengu brúnu smjörkremi og áprentaðri mynd á marsípan. Við bjóðum einnig upp á samskonar tertu með nammi og bollakökur með íslenska fánanum. Hér getur þú skoðað allt okkar úrval af súkkulaðitertum.

Bjóddu upp á rúllutertubrauð.
Fátt er vinsælla í veislum en rúllutertubrauðið, auðveldaðu þér fyrirhöfnina og pantaðu gómsætt og gullfallegt rúllutertubrauð með pepperoní fyllingu eða skinku og aspas fyllingu. Það eina sem þú þarft að gera er að panta og sækja, sáldra ostinum sem fylgir með ofan á og hita í ofni þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn.

Ekki klikka á kleinunum.
Það er fátt íslenskara en kleinur enda einstaklega bragðgóðar. Við bjóðum upp á nettar og bragðgóðar kleinur. Kleinurnar eru frosnar og eru 120 stykki saman í kassa.

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrir liggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →