Þú færð steypiboðs-tertuna hjá okkur!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Oft myndast tilefni til að fagna og gera sér glaðan dag með vinum og ættingjum. Okkur hjá Tertugalleríinu þykir sérstaklega gaman að fá til okkar pantanir og fyrirspurnir fyrir steypiboð eða „babyshower“ en sú hefð hefur færst í aukana hérlendis á undanförnum árum. Það er um að gera að nýta hvert tilefni til að gæða sér á góðum mat og njóta samveru.

Steypiboðin eru haldin í því skyni að koma verðandi foreldrum á óvart og sjá því yfirleitt vinir og fjölskylda um að skipuleggja óvænta veislu áður en barnið kemur í heiminn.

Í kringum slíkar veislur þarf oft að viðhafa gott skipulag, sérstaklega ef um er að ræða stóran hóp af fólki sem mætir og fagnar. Þið þurfið ekki að örvænta, því við hjá Tertugalleríinu erum með frábæra lausn á þessu og viljum alltaf liðsinna þegar góða veislu gjöra skal.

Sjálf steypiboðs-tertan er tilvalin til að fullkomna veisluna. Hjá okkur er hægt að fá Gæfutertu, Barnalánstertu og Ljósálfatertu með bleiku eða bláu kremi inn í. Tertur með mynd slá alltaf í gegn en hægt er að setja mynd og/eða texta á þessar tertur sem gæti til dæmis tengst verðandi foreldrum.

Skoðið endilega úrvalið okkar af veitingum fyrir steypuboðið hér!

 

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum því ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantið tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði og við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →