Er fundur framundan?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það skiptir ekki máli hvert tækifærið er, bragðgóðar og fallegar snittur og tapas snittur frá Tertugalleríinu er frábær hugmynd. Snitturnar eru tilvaldar fyrir alla tíma dagsins, á  fundinn, í veisluna, eða í árbítsboð með vinum og ættingjum, þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi.  

Þú getur valið af mörgum tegundum sem eru hver annarri gómsætari og snitturnar eru þægilegar til framreiðslu. Lágmarkspöntun eru sex snittur sömu tegundar og þær snittur og tapas snittur sem við bjóðum upp á eru roastbeefsnitta, rækjusnitta, karrýsíldarsnitta, tapas snitta með tapas skinku og camembertosti, tapas snitta með hunangsristaðri skinku og piparosti, tapas snitta með salami og hvítlauksosti og tapas snitta með hunangsristaðri skinku og paprikuosti.

Það er alltaf gott að huga að sætum veitingum með í leiðinni og við mælum eindregið með ljúffengum, og litríkum makkarónukökum. Makkarónukökurnar koma 35 stykki saman á bakka og eru með sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- eða ástaraldinbragði.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar veisluveigar eru pantaðar!

Pantið tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði og við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →