Við aðstoðum við undirbúning fyrir stóra daginn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugalleríinu vitum að verðandi brúðhjón vilja ævinlega þiggja aðstoð við skipulag stóra dagsins, sérstaklega hvað veisluhaldið varðar. Út frá því birtum við færslu þar sem við skrifuðum um skipulagið í aðdraganda stóra dagsins í lífi tilvonandi brúðhjóna og fjölluðum sérstaklega um brúðartertuna sjálfa.
Í þessari færslu viljum við leggja áherslu á þær veisluveigar sem eru tilvaldir með fordrykknum eða með brúðartertunni sjálfri.
Tilvalið með fordrykknum eða brúðartertunni sjálfri
Kransakökurnar okkar eru alltaf sígildar samhliða brúðartertunni eða með fordrykknum í veislunni og við bjóðum upp á nokkrar útfærslur af kransakökunni. Við erum með ljúffenga og fallega skreytta sjö hringja kransakörfu fyrir 15 manns, eða öðruvísi 20 manna kransaskál skreytta með ferskum berjum og súkkulaði. Svo er það sígilda og reisulega 30 manna kransakakan sem skreytt er með hvítum glassúr, ferskum berjum og súkkulaðiskrauti. Auk þess bjóðum við upp á litla kransabita sem koma 40 stykki saman á bakka.
Okkar ljúffengu og litríku makkarónukökur eru frábær sætir smábitar og geta skreytt hvaða veisluborð sem er. Makkarónukökurnar koma 35 stykki saman á bakka og eru með sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- eða ástaraldinbragði.
Þar að auki erum við með frábært úrval af smástykkjum sem slá alltaf í gegn.
Ferskt bakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig bjóðið þið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar veisluveigar eru pantaðar!
Pantið tímanlega
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir brúðkaupsveisluna og viljum við endilega fá að liðsinna tilvonandi brúðhjónum við undirbúninginn. Með okkar aðstoð ná tilvonandi brúðhjón líka að njóta aðdragandans að stóra deginum.
Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Athugið að panta þarf brúðartertur með a.m.k. viku fyrirvara. Á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Deila þessari færslu
- Merki: Brúðarterta, Brúðhjón, Brúðkaup, Kransablóm, Kransakaka, Kransaskál, Makkarónukökur, Pantið tímanlega, Skipulag, Smá stykki, Veisluveigar, Veitingar